Hættur í bæjarstjórn

Af gefnu tilefni vil ég koma upplýsingum á framfæri.

Í síðustu bæjarstjórnarkosningum var ég kosinn inn í bæjarstjórn fyrir Héraðslistann á Fljótsdalshéraði. Á þeim tíma starfaði ég sem forritari hjá hugbúnaðarfyrirtækinu HugurAx og hafði ég velvilja hjá því góða fyrirtæki að sinna bæjamálum samhliða þeirri vinnu. Frá 2007 tók ég einnig þátt í uppbyggingu á klasafyrirtækinu Austurnet ehf jafnframt með góðum skilningi frá stjórnendum HugarAx.

Rétt fyrir áramótin 2010-2011 eiga sér svo stað róttækar breytingar hjá HugAx sem voru undanfari þess að það fyrirtæki er ekki lengur til í dag. Á sama tíma var framtíð Austurnets á tímamótum sem þurfti að taka afstöðu til. Í því ljósi ákvað ég að segja upp vinnu minni hjá HugAx til 14 ára og fara að sinna framgangi Austurnets í fullu starfi. Þar voru fyrir nokkur staðbundin hugbúnaðarverkefni sem höfðu gengið vel, auk annarra verkefna tengd upplýsingatækni. Austurnet hefur sem fyrirtæki þá sérstöku sýn að mega ekki safna eignum eða skuldum og ekki vera með starfsfólk á sýnum snærum. Því voru að skapast ákveðnir áhættuþættir gagnvart nokkrum verkefnum sem ýtti undir stofnum hugbúnaðarfyrirtækisins AN Lausnir ehf. Það fyrirtæki er í raun afurð út úr Austurneti og lýtur nokkurn veginn hefðbundnum lögmálum í fyrirtækja rekstri er varðar eignamyndun og starfsmenn.

Í fyrstu voru það þau verkefni sem hefðu þróast innan Austurnets sem voru uppistaðan í tekjum AN, en fljótlega var farið að kanna möguleika á verkefnum í Bandríkjunum í gegnum sambönd þar. Þau verkefni gengu mjög vel og vöfðu upp á sig og bættust tveir forritarar í hópinn á haustmánuðum 2011. Samstarfið við Bandaríkjamennina þróaðist svo enn frekar og var ákveðið að binda það samstarf inn í frekari skuldbindingar með því að deila eignaraðild með þeim. Ákveðið var að það væri skilvirkast með því að taka út þau verkefni AN sem tengdust Bandaríkjunum og stofna um það sérstakt félag sem fékk nafnið AxNorth ehf. Nú eru starfsmenn AxNorth og AN orðnir 10 talsins og bætist a.m.k. einn við á haustmánuðum.

Vegna þessara hröðu framvindu í þessum fyrirtækjum bað ég um ársleyfi frá störfum í bæjarstjórn í september 2011 og fram í september 2012. Nú er ljóst að þróun og framvinda AxNorth og AN þarf áframhaldandi fókus og ljóst að lítið pláss verður fyrir bæjarmálavinnu eins og ég tel rétt er að vinna hana.
 
Þegar þessi framvinda fór að skírast nú á vormánuðum þá fór ég yfir það minni fjölskyldu og mínu samstarfsfólki hvað væri rétt að gera gagnvart þeirri skuldbindingu sem ég var kosinn til sem bæjarfulltrúi. Það er mín skoðun að bæjarfulltrúi sem ætlar að standa sig í sínu hlutverki, þurfi að hafa til ráðstöfunar að lágmarki 40 klukkustundir í mánuði ef hann ætlar að stunda hlutverk af metnaði. Það er ljóst að það er erfitt fyrir mig að búa þann tíma til miðað við bæði verkefnastöðu AxNorth og AN Lausna og ekki síður vegna þess hvar fyrirtækin eru stödd í uppbyggingarfasanum.

Í framhaldi að því tók ég þá ákvörðun að réttast væri að ég stigi algerlega til hliðar sem bæjarfulltrúi Héraðslistans og Ragnhildur Rós Indriðadóttir taki alfarið við mínu hlutverki sem bæjarfulltrúi. Það er ekkert auðvelt að taka svona ákvörðun, eftir hafa sinnt bæjarfulltrúa hlutverkinu í einungis 15 mánuði. Ég vona samt að það fólk sem ég hef unnið með í bæjarmálunum og þeir sem kusu mig til að sinna þessu hlutverki, hafi skilning á þessari ákvörðun minni. Vonandi mun svo sú vinna við uppbyggingu frumkvöðla fyrirtækis vera framlag inn sterkara samfélag og gefa fleiri valkosti í atvinnu og þróun atvinnulífs á Fljótsdalshéraði, sem það hefur reyndar þegar gert.
 
Héraðslistinn hefur á að skipa frábæru fólki sem leggur metnað sinn í störf fyrir bæjarfélagið. Það er bara forréttindi að tilheyra slíkum hóp og ég er mjög stoltur af því að vera hluti af honum.

Erindi mitt um þetta hefur nú þegar verið tekin fyrir af bæjarstjórn Fljótsdalshérað og afgreitt á síðasta fundi fyrir sumarfrí þann 20 júní 2012.
 
Vil þakka öllum fyrir gott samstarf og óska ég bæjarstjórn velfarnaðar í sínum störfum.
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært hvað gengur vel hjá þér - vonandi sýna kjósendur ákvörðun þinni skilnin :)

Inga Sigrún Atladóttir (IP-tala skráð) 11.7.2012 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband