Færsluflokkur: Bloggar
Hugleiðing um launaseðil...
1.10.2008 | 18:51
Frænka mín er hér með hugleiðingu sem allir hafa gott af að lesa.
Sá launaseðilinn...
http://www.ofurrollan.blogspot.com/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Geir bara brattur!
11.9.2008 | 13:42
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Óla Stef á ástandið
27.8.2008 | 18:34
Eina sem dugir er að taka Óla Stef á ástandið og þakka bara fyrir verðbólguna og brosa yfir því hvað lánin og neysluvörur hækka og bíba svo á bömmerinn!
Áfram Ísland!
ASÍ lýsir yfir áhyggjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Borgarstjórinn í Vatnsmýrinni
6.5.2008 | 00:00
Alveg er með ólíkindum þessi borgarstjórn sem situr við völd. Haldið saman af borgarstjóra einsmannsflokksins. Sjálfstæðismenn þurfa hafa sig alla við að leiðrétta orðgjálfur hans um stór málefni, því hann heldur einatt sínum skoðunum fyrst á lofti, áður en hann flettir upp í málefnasamnings-einblöðungnum. Magnað hvað upptalning á A-4 blaði getur vafist fyrir þeim.
Ég horfði á Dag og Hönnu Birnu í kastljósinu áðan og það var hjákátlegt að horfa upp á Hönnu Birnu reyna að leiðrétta og leggja útaf orðum borgastjórans. Það kemur svo reyndar í ljós að hún og Dagur eru svo mikið sammála um framgöngu þessa Vatnsmýra máls, sem er reyndar hið versta mál.
Því þrátt fyrir að borgastjórinn, tali engan vegin í takt við aðra í hans meirhluta, þá er hann einn um að reyna að verja flugvöllin þar sem hann er og þar af leiðandi er hann bandamaður landsbyggðarinnar. Og er það vel. En það er hinsvegar spurning hvort hann skemmir ekki frekar en hjálpar þeirri skoðun, með ótrúverðugleika sínum sem borgarstjóri. Ég hef allavega miklar efasemdir um hann, þó eflaust sé hann vænsti maður.
Bloggar | Breytt 9.5.2008 kl. 16:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Silfrið
5.5.2008 | 00:24
Reyni alltaf að horfa á silfrið á sunnudagskvöldum og ekki breyting á því í kvöld.
Fannst athyglistvert að horfa á hina ungu ráðherra Guðlaug og Björgvin vera einstaklega rökfasta og samstíga. Ég fékk nú hreinlega kjánahroll við að hlusta á Siv og ég held svei mér að hún ætti að fara að stunda sjúkrþjálfun og hverfa úr pólitík.
Björgvin Sigurðsson er líka afskaplega skeleggur og snjall pólitíkus og er einn af þeim samfylkingarmönnum sem hafa undirstrikað að sá flokkur á bjarta framtíð fyrir sér. Katrín Jakobsdóttir er líka mjög frambærileg fyrir sinn flokk, þó mér fyndist hún eiga erfitt með mótrök gegn heilbrigðisráðherranum, sem hreinlega var frábær í sinni rökfestu.
Svo tókust á um Evrópumálin gamlar kempur, Jón Baldvin og Ragnar Arnalds. Frábær umræða! Jón Baldvin framúrskarandi, en Ragnar kom líka á óvart með sínum rökum, þó ég væri sammála Jóni í nær öllu. Ég hélt að þessir menn væru komnir á elliheimili og gengju við staf, en þvílík orka
í þessum köllum. Þeir myndu sóma sér vel á þingi í dag og hafa heilmikið fram að færa.
Það er greinilegt að Evrópuumræðan er að færast í aukana. Samfylkingin hefur haft Evrópumálin í forgrunni lengi og nú eru flestir að opna augun fyrir henni. Guðni Ágústson meira segja snérist á punktinum, í sömu vikunni, eftir leiðbeiningar frá Jóni Sig fyrrum formanni. Spurning hver ræður í raun ferðinni í þeim flokki. Ég held reyndar að sá flokkur eigi sér enga von fyrr en Birkir Jón tekur við í brúnni. Fyrr breytist ekki ásýnd og trúverðugleiki þess flokks.
Nú er bara spurning hvað Evrópumálin ná langt á þessu kjörtímabili. Vonandi að menn nái allavega
að gera lagaumhverfið hæft til að takast á við það fyrir næstu kosningar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vaðbrekkingar vinsælir hjá þingmönnum Austurlands
4.5.2008 | 13:47
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggarar
28.4.2008 | 15:29
Þó að ég hafi mikinn áhuga á fréttatengdu efni og fletti bloggi reglulega, hefur mér ekki auðnast haldi uppi lifandi bloggsíðu. En ég bendi hér á austfirska bloggvakt sem ég fylgist reglulega með. http://austurglugginn.is/index.php/Bloggarar
Hér er svo listi yfir austfirska bloggara http://austurglugginn.is/index.php/Tenglasafn_a_austfirska_bloggara/Austfirskir_Bloggarar/
Svo er bara spurning um að gerast virkari sjálfur og gefa upp skoðanir sínar um fréttir og dægurmál.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
tjorvi.blog.is
19.11.2007 | 15:04
Enn reynt að stofna til bloggs. Sennilega tilraun númer 27.
Sjáum hvað setur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)