Úrslit kosninga
31.5.2010 | 15:37
Lýtum aðeins yfir staðreyndir í þeim efnum:
Bæjarfulltrúar Fljótsldalshéraðs voru 11 á síðasta kjörtímabili og úrslit kosninga 2006 voru eftirfarandi.
2006 | 1 mann | 2 menn | 3 menn | Hlutfall | ||
B | 486 | 486 | 243 | 162 | 31% | 3 bæjarfulltrúar |
D | 444 | 444 | 222 | 148 | 28% | 3 bæjarfulltrúar |
L | 404 | 404 | 202 | 135 | 25% | 3 bæjarfulltrúar |
Á | 258 | 258 | 129 | 86 | 16% | 2 bæjarfulltrúar |
1592 | 100% |
Ef hefði verið kosið um 9 bæjarfulltrúa árið 2006 og sömu úrslit þá hefði fulltrúaskipanin verið þessi.
2006 | 1 mann | 2 menn | 3 menn | Hlutfall | ||
B | 486 | 486 | 243 | 162 | 31% | 3 bæjarfulltrúar |
D | 444 | 444 | 222 | 148 | 28% | 3 bæjarfulltrúar |
L | 404 | 404 | 202 | 135 | 25% | 2 bæjarfulltrúar |
Á | 258 | 258 | 129 | 86 | 16% | 1 bæjarfulltrúi |
1592 | 100% |
En skoðum svo úrslit kosninganna á laugardaginn.
2010 | 1 mann | 2 menn | 3 menn | Hlutfall | ||
B | 559 | 559 | 280 | 186 | 33% | 3 bæjarfulltrúar bæta við sig 2% fylgi. |
D | 287 | 287 | 144 | 96 | 17% | 1 bæjarfulltrúi, tapa 2 fulltrúum og 11 % minna fylgi. |
L | 459 | 459 | 230 | 153 | 27% | 3 bæjarfulltrúar, bætir við sig 1 fulltrúa og 2 % fylgi |
Á | 397 | 397 | 199 | 132 | 23% | 2 bæjarfulltrúar, bætir við sig 1 fulltrúa og 7 % fylgi. |
1702 | 100% |
Hverjir eru þá sigurvegarar í þessum kosningum? Það er augljóst að það er Á listinn, hann bætir við sig mestu fylgi 7% og einum manni. Sá sem kemur næst er Héraðslistinn, sem bætir við sig 2% fylgi og einum manni. Framsókn bætir við sig 2% fylgi en engum manni og Sjálfstæðisflokkurinn fær svo skell.
Má þá ekki alveg eins lesa út úr þessum niðurstöðum að það sé kallað eftir samstarfi L-lista og Á-lista?Framsókn hefur talið sig eiga sviðið, þar sem þeir hafa flest atkvæði á bak við sig. En þeirra málflutningur og gagnrýni hefur ekki skilað sér betur en í 2% fylgisaukningu og sama fulltrúafjölda og áður.
Ef ætti að túlka raunverulega kröfu kjósenda út frá niðurstöðu kosninganna, þá er hún sú að L-listi og Á-listi vinni saman í meirihluta næstu 4 árin.
Héraðslistinn hefur lagt fram hugmynd um að vinna að sameiginlegri málefnaskrá allra flokka. Sú hugmynd var sleginn út af borðinu hjá framsókn á fyrsta og eina fundi sem haldin var með þeim um hugsanlegar meirihlutaviðræður, þannig að sú leið er ekki valkostur lengur.
Athugasemdir
Er ekki þessi Á listi hálfgerður framsóknarlisti? Það er fullreynt að L og B geta ekki unnið saman í bæjarstjórn. En líklegt þykir mér að hugur Á-lista standi frekar til að vinna með framsókn.
Haraldur Bjarnason, 2.6.2010 kl. 09:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.