Um kjör bæjarstjóra á Fljótsdalshéraði
26.6.2010 | 12:05
Vegna fréttar á vefnum agl.is um kjör fráfarandi bæjarstjóra á Egilsstöðum þá finn ég mig knúinn til að koma með nokkrar athugasemdir. Fyrir því eru tvær ástæður:
- Héraðslistinn sem var í meirihluta bar ábyrgð á þessum samningi og ég er nýkjörinn bæjarfulltrúi fyrir það framboð.
- Ég er einn af eigendum vefsins agl.is, þó ég komi á engan hátt nálægt ritstjórn eða skrifum á vefinn. Ritstjóri og blaðamaður hafa ekki áhuga á að leiðrétta rangfærslur í viðkomandi frétt og því kem ég þessu á framfæri í gegnum mína bloggsíðu.
Í þessari frétt er hafður til grundvallar ráðningarsamningur sem bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs gerði við bæjarstjóra. Í þessum samningi eru nokkrir liðir sem lúta launakjörum. Ég ákvað fara sömu leið og blaðamaður og leggja út frá samningum og aflaði mér svo upplýsinga hjá fjármálastjóra bæjarins um hvernig launin hefðu raunverulega uppreiknast. Hér eru niðurstöður úr útreikningum í þremur dálkum, þ.e. miða við upphaflegan samning frá 2006, uppreikningur agl.is og svo raunverulegur uppreikningur miðað við júní 2010.
| 2006 | Agl.is | 2010 |
|
Dagvinnulaun | 588.066 | 770.000 | 644.179 | 10 % hækkun á tímabilinu. Taxtinn samsvarar taxta hjá reyndum skólastjóra í meðalstórum skóla. agl.is notar stuðul upp á 24% hækkun |
Föst yfirvinna | 305.331 | 400.000 | 334.490 | Yfirvinnugreiðslur eru vegna fundarsetu bæjarstjórnar, bæjarráðs og nefnda sem bæjarstjóri er kvaddur til sem og annarra verkefna sem fylgja starfinu og eru utan hefðbundins vinnudags. Ekki er um aðrar yfirvinnugreiðslur að ræða. |
Laun alls: | 895.403 | 1.170.000 | 980.679 |
|
Launatengd gjöld | 232.804 | 500.000 | 254.976 | Launtengd gjöld eru reiknuð 26% af dagvinnu og yfirvinnu. Agl.is ákveður hinsvegar að gera ráð fyrir launatengdum gjöldum ofan á bifreiðastyrk, dagpeninga og húsaleigu líka og leggur ca 36% ofan á það. |
Samtals laun og launatengd gjöld: | 1.128.207 | 1.670.000 | 1.235.655 |
|
| ||||
Bifreiðastyrkur | 55.800 | 90.000 | 89.100 | 900 km * 62 krónur ( samsvarar ca 1 1/2 ferð til Akureyrar ) |
Fastir dagpeningar | 70.000 | 95.000 | 95.400 |
|
Húsaleiga | 40.000 | 64.000 | 55.792 |
|
Samtals : | 1.294.007 | 1.919.000 | 1.475.947 | Samtals kostnaður vegna launaliða í ráðningarsamningi. |
2006 | Agl.is | 2010 | ||
Biðlaun í 6 mánuði | 5.947.200 |
| 6.741.366 | Í samningngum er kveðið á um biðlaun í 6 mánuði og miðast þau við dagvinnu, yfirvinnu, bifreiðastyrk og húsaleigu.
|
Launtatengd gjöld | 1.546.276 |
| 1.752.755 | 26 % |
Samtals: | 7.493.494 | 11.514.000 | 8.494.121 | Kostnaðurinn við að skipta um bæjarstjóra. |
Eins og sjá má á þessum samanburði, þá virðist agl.is og Sigurður Aðalsteinsson frændi minn og varamaður í svæðisráði Vatnajökulsþjóðgarðs fyrir Á-listann meðvitað eða ómeðvitað reyna að skekkja tölur. Því upphaflegar tölur er allar réttar, en svo eru notaðar uppreiknireglur sem eru mjög villandi, en mér skilst að óháður aðili hafi lagt til þennann útreikning, hef ekki kynnt mér það frekar. Skilst svo að það liggi fyrir beiðni um ráðningarsamning bæjarstýru Fjarðabyggðar og þá verður væntanlega beitt sömu reiknikúnstum til samanburðar, þannig að tölur agl.is séu þá innbyrðis í samræmi.
En hér eru allavega eins réttar tölur og ég gat útvegað mér og blaðamaður hefði líka geta fundið. En þrátt fyrir þessa leiðréttingu á frétt agl.is, þá stendur samt eftir að heildarlaun bæjarstjórans eru frekar há sé miðað við launaþróun almennt í stjórnunarstöðum. Má þar nefnda laun forsætisráðherra og umdeild laun seðlabankastjóra.
En hvernig lýtur þetta út samanborið við önnur sveitafélög. Á vef sambands sveitarfélaga má finna þessa úttekt og hér er klausa er varðar kjör sveitarstjóra:
Greiðslur fyrir framkvæmdastjórn Launagreiðslur til bæjarstjóra eru í þremur tilvikum á bilinu 600-799 þúsund kr., í sjö tilvikum 800-999 þúsund kr., í einu tilviki 1.000-1.199 þúsund kr. og í einu tilviki yfir 1.200 þúsund kr. Hlunnindi bæjarstjóra eru í fjórum tilvikum undir 50 þúsund kr. á mánuði, í tveimur tilvikum á bilinu 50-99 þúsund kr. á mánuði, í þremur tilvikum á milli 100 og 149 þúsund kr., og í fjórum tilvikum á bilinu 150-199 þúsund krónur á mánuði. Biðlaunaréttur bæjarstjóra Biðlaunaréttur bæjarstjóra í þessum stærðarflokki er í 12 tilvikum sex mánuðir og í einu tilviki er hann ekki til staðar. |
Samandregið er þetta svona:
Laun | Fjöldi |
|
600-799 þúsund | 3 |
|
800-999 þúsund | 7 | Bæjartjóri Fljótsdalshéraðs: 980.679,00 kr. |
1000-1.199 þúsund | 1 |
|
1.200 þúsund eða meira | 1 |
|
Hlunnindi bæjar-/sveitarstjóra á mánuði sem hluti af launakjörum (þús.kr)Hlunnindi eru skilgreind sem greiðslur eða hlunnindi fyrir utan beinar launagreiðslur s.s. fastur bifreiðastyrkur, frír bíll, frír sími, risna og húsnæðiskostnaður |
Hlunnindi | Fjöldi |
|
Minna en 50 þúsund | 4 |
|
50-99 þúsund | 2 |
|
100-149 þúsund | 3 | 144.892 , bílastyrkur og húsnæðiskostnaður hjá bæjarstjóra. Samkvæmt skilgreiningu falla dagpeningar ekki undir þetta, sem er í samræmi við t.d. biðlaunaákvæði ráðningarsamnigs. |
150-199 þúsund | 4 |
|
Samkvæmt þessu þá eru laun bæjarstjóra í samræmi við önnur sveitarfélög af sömu stærðargráðu.
Svo aftur sé vísað í fréttina á agl.is þá má sjá að þar er uppreiknað með 24% ofan á upphaflegan samning. Það gæti verið tala sem væri hlutfall af vísitölum, annaðhvort neysluvísitölu eða launavísitölu. Hér eru tvær vísitölur sem spanna samningstímann.
| Júní - 2006 | Maí - 2010 | % hækkun |
Vístala neysluverðs | 261,9 | 365,3 | 40% |
Launavísitala | 290,4 | 370,1 | 28% |
|
|
|
|
Ef uppreikningurinn hjá agl.is byggir t.d. á launavísitölunni miða við eitthvert tímabil, þá má vissulega fita útreiknaðar tölur. Það sem gleymist þá augljóslega að taka með í reikningin er sú staðreynd að starfsmenn bæjarins frystu laun frá 1 jan 2009. Sjá fundargerðir bæjarráðs og bæjarstjórnar frá 10 nóvember 2008 og 19 nóvember 2008 . Auk þess tóku starfsmenn skrifsstofu launalaus leyfi á árinu 2009.
Þetta var um kjör bæjarstjórans til leiðréttingar á frétt á agl.is.
En þá að því sem skiptir öllu máli akkurat núna. Hvaða kjör ætlar núverandi meirihluti að bjóða nýjum bæjarstjóra? Miðað við yfirlýsingar þeirra sjálfra í kosningabaráttu og yfirlýsingar stuðningsmanna þeirra t.d. á vef agl.is, þá verður það væntanlega allt mjög gegnsætt og sparsamt. Í mínum huga er það krafa í ljósi yfirlýsinga meirihlutans að það verði gefið upp hvaða upplegg á kjörum verður í viðræðum við nýjan bæjarstjóra. Hver verður dagvinnutaxtinn? Verður greidd föst yfirvinna eða öll unnin yfirvinna? Hvernig verður bíla og húsaleigu hlunnindum háttað? Osfrv. Ekki hef ég sem nýr bæjarfulltrúi fengið neinar skjalfestar upplýsingar um hvernig staðið verður að viðtölum og hvaða ráðningakjör verða í boði. Því þó að sé búið að auglýsa og taka á móti umsóknum, þá er ekki kominn stafur í fundarbækur sveitafélagsins um hvað er að fara fram. Ég skora á eldheita stuðninsgsmenn nýja meirihlutans að kalla líka eftir því að þetta verði uppi á borðum og kannski ætti sá hópur sem hæst hefur að einbeita sér að því að sýna sínu fólki aðhald og fylgja því eftir að það standi sig í fagmennskunni og sparnaðinum.
En það er nú samt sem áður mín trú að þessi mál fái að lokum rétta og réttláta umræðu inn í bæjarráði og svo bæjarstjórn og það verði valinn til verksins hæfur einstaklingur, á sanngjörnum kjörum og það verði breið samstaða og sátt um þá ráðningu. En hvernig sem sú ráðning fer þá verður mikill missir af Eiríki Birni Björgvinssyni.
Athugasemdir
Takk fyrir þetta Tjörvi.
Reikna með að ein sneiðin hafi verið til mín :) og þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur af eftirlitinu og spurningaflóðinu, það kemur á nýjan meirihluta ekki síður en á þann gamla. Mér finnst þó alveg tímabært að fleiri láti í sér heyra í framtíðinni, mér finnst ég örlítið einmanna í þessari deil.
Hvað fyrrum bæjarstjóra varðar og hans kjör er augljóst af þínum tölum að ekki voru hans laun skert um 1/4 eins og hjá starfsmönnum áhaldahúss og enn er ósvarað hvort svo var skert hjá sviðstjórum og eða öðru fólki hjá bænum, ein vika í orfofi er skítur á priki miðað við slíka 1/4 í skerðingu allt árið og það er sú forgangsröðun sem hæst er gagnrýnd þó margir vilji reyna snúa umræðunni á annað plan og tekst það reyndar á köflum.
Kveðja SG
(IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 18:09
Ég veit reyndar að það verður hægt að treysta á þig Silla að fylgjast með og tjá þig. Sirrý frænka mín hefur aðeins verið að tjá sig og er efnileg.
Ástæðan fyrir því að ég vildi koma þessum leiðréttingum á framfæri var líka að fá umræðuna í réttan farveg.
Ef byrjað er á að búa til tölur sem hægt er að véfengja, þá afskræmist umræðan og fer að snúast um aukaatriði en ekki aðalatriði.
Þar sem er ósanngirni í gangi þá á að tala um hana, skerðing af háum launum er t.d. sársaukaminni en af lægri launum . Þessvegna tel ég að allir launasamningar stjórnsýslunnar eigi að vera opinberir og embættismenn og kjörnir fulltrúar eigi að birta sem flest gögn um sína hagi. Það var ekki síst vegna þessa sem við hjá Héraðslistanum ákváðum að birta okkar hagsmunatengsl og með því sýna frumkvæði í því að fá þetta í umræðuna og vera óhrædd við að taka hana.
Tjörvi Hrafnkelsson, 26.6.2010 kl. 18:54
Mér finnst satt best að segja það merkilegt að það sé bara ekki sjálfsagt að allt slíkt sé upp á borðinu.
Og nú Tjövri minn bíð ég spennt eftir því að birt verði kjör sviðstjóra hjá bænum og hvernig þau hafi breyst á undanförnum misserum eins og þú gerir grein fyrir útlögðum kostnaði vegna bæjarstjóra. Annað ætla ég kannski líka að biðja þig um að gera síðar, en það þurfum við að ræða undir fjögur svona til að byrja með, en það kemur ekki neinum launakjörum við :)
PS: kannski við höfum það undir sex svo engin fari nú að leggja saman 2plús2 og fá úr 8
(IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 19:42
Heil og sæl. Ég er þakklát Tjörva (sem og Baldri og Soffíu) fyrir að taka á málum og tryggja að rétt sé farið með - hafi það nokkurn tíma verið þörf þá er nú nauðsyn. Nýr meirihluti mun eflaust birta allar launatölur opinberlega minnugur loforða sinna. Hvað varðar launaskerðingu/vinnutímaniðurskurð starfsmanna áhaldahúss þá er þar líklega hið sama uppi á teningnum og á öðrum vinnustöðum í sveitarfélaginu að ekki er yfirvinna í boði. Í skólunum hefur löngum verið lítinn yfirvinnutíma að fá og alls engan núna nema í algjörum undantekningartilfellum. Ég lít bjartsýn til opinnar og heiðarlegrar umræðu um málin og um réttmæti og réttlæti má endalaust ræða. Mér þykir þó skítt ef eigendur agl.is líða starfsmönnum sínum ,,rannsóknarblaðamennsku" af því tagi sem hér hefur verið í brennidepli. Styrmir hefði látið þá gossa hér í denn! Mér er einnig kunnugt um að t.d. á Eyjunni góðu eyjan.is líðst mönnum ekki að vera með gróft skítkast gagnvart einstaklingum í umræðum um fréttir. Í öllum bænum höldum okkur við málefnalega umræðu. Góðar stundir -...
Íris Randversd (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 21:00
Blessaður og sæll Tjörvi frændi minn :)
Kærar þakkir fyrir þetta. Ég er mjög ánægð með að fá þessar tölur, ég var einmitt að kalla eftir þeim á agl.is.
Það sem að ég hef verið að tala um þar eru samt í rauninni ekki þessi kjör. Að sjálfsögðu blöskraði mér eins og fleirum og þó að tölurnar séu nú mun lægri, þá blöskrar mér samt. Ekki það endilega að samið hafi verið við hann á þessum nótum á sínum tíma, það kann að hafa verið eðlilegt þá. Mér blöskrar hvernig staðið var að niðurskurðarmálum hér á síðustu misserum. Sá sem á milljón getur ef til vill séð af meiru en sá sem á hundrað þúsund. Það er mér algjörlega fyrirmunað að skilja hvernig var hægt að finna út að þetta væri besta leiðin. Taka af þeim lægst launuðustu og láta hæstu launin standa í stað.
Svo bara til að taka af allan vafa þá er ég ekki Á-lista kona. Hef aldrei kosið þann annars ágæta lista.
Bestu kveðjur til þín og kærar þakkir fyrir þetta allt saman.
Ég hef gaman af að ræða þessi mál og ég til mig ekki hafa verið að vega að æru neins eða verja hvorki einn né neinn sem að þessari blaðagrein koma. Þó svo að ég sé þeirra manna sem ég er, er það nú svo að ég hef sjálfstæðar hugsanir og sjálfstæða skoðun á málum.
Sirrý - ofursjálfstæða með sína eigin skoðun á mönnum og málefnum :)
Sirrý (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 21:01
Benda á nýja frétt á agl.is um kjör bæjarstjóra http://www.austurglugginn.is/index.php/Frettir/Frettir/Thadi_ekki_samningsbundnar_launahaekkanir
Tjörvi Hrafnkelsson, 26.6.2010 kl. 21:59
Pistill frá Soffíu Lárusdóttur og Baldri Páls um sama mál. http://www.austurglugginn.is/index.php/Gluggapostar/Adsendar_greinar/Leidretting_vegna_frettar_um_starfslok_baejarstjora_Fljotsdalsherads
Tjörvi Hrafnkelsson, 27.6.2010 kl. 01:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.