Enn um þjóðveg 1 og Öxi
31.8.2010 | 10:09
Kallað hefur verið eftir beittum viðbrögðum sveitarstjórnarmanna á Fljótsdalshéraði eftir "tilfinninga- og lágkúrulausar rökræður bæjarstjórnar Fjarðabyggðar á stöðfirskum íbúafundi". Ég ætla mér hins vegar ekki að fara niður á þeirra plan, en vegna umræðunnar varðandi Öxi og þjóðveg 1 þá vil ég setja fram mínar skoðanir á þeim viðfangsefnum.
Eftir að hafa skoðað gögn um samgöngur sem snerta Fljótsdalshérað og rætt við fólk með mismunandi skoðanir, þá er þetta mín niðurstaða:
- Mikilvægasta samgöngubótin fyrir Austurland allt og þar með Fljótsdalshérað eru Norðfjarðgöngin frá Norðfirði yfir á Eskifjörð.
- Mikilvægasta samgöngubótin fyrir Fljótsdalshérað er uppbygging heilsársvegar yfir Öxi og skal sú vegaframkvæmd hafa forgang.
- Fyrir Fljótsdalshérað þá skiptir það engu máli hvort að þjóðvegur 1 liggur um Breiðdalsheiði, Öxi eða firðina. Færsla á vegnúmeri skyldi þó aldrei vera á þeim forsendum að auka þjónustustig í einum þéttbýliskjarna, en ef hægt er að sýna fram á öryggissjónarmið við þá færslu þá gæti ég stutt hana.
Tek fram að þetta er mín persónulega skoðun og endurspeglar á engan hátt skoðanir Héraðslistans eða Bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs.
Athugasemdir
Sæll Tjörvi, þú telur upp atriði sem flestir ættu að geta fallist á. Það er búið að vera mikið áhugamál sveitarstjórnarmanna niður á fjörðum í gegnum tíðina að þjóðvegur eitt liggi um firði. Kannski má skapa meiri einhug um aðrar samgöngubætur þ.m.t. Öxi ef sveitarstjórnarmenn sameinast um að gera fjarðaleiðina að þjóðvegi eitt.
Sem fyrrverandi íbúi og sveitarstjórnar maður á Djúpavogi og núverandi Héraðsbúi veit ég hvað Öxi skiptir miklu máli hvað styttingu vegalenda varðar.
Vegir verða notaðir eftir notagildi þeirra eins og verið hefur, Öxi fyrir þá sem vilja styttri leiðina, Breiðdalsheiði fyrir Breiðdælinga og Fjarðaleiðin fyrir Fjarðabúa og sem vetraleið.
Ég er ekki svo vissi um að ferðamenn keyrir eftir númeri þjóðvegar, það hefur Stöðvafjörður m.a. sýnt, þar er Steinasafn Petru sem dregur að yfir 20.000 gesti á hverju sumri þrátt fyrir hátt númer þjóðvegar.
En eitt er nauðsynlegt sveitarstjórnarmenn á Austurlandi verða að ná samkomulagi um þá vegi sem skipta mestu máli.
Magnús Sigurðsson, 31.8.2010 kl. 11:40
Tjörvi, fólk á að hafa sínar skoðanir og engar aðrar. Þá þarf ekki að setja svona fyrirvara sem valda bara bjánahrolli. Varstu annars nokkuð að skoða flugelda um síðustu helgi.
Ragnar Páll (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 15:46
Sæll Magnús,
Þú lýsir mínu viðhorfi gagnvart þjóðvegi 1, tel að markaðsetning á t.d. steinasafni Petru eða Mjóeyrin á Eskifirði sé dæmi um að það er frumkvæði fólks en ekki lega þjóðvegar sem skiptir öllu máli. Það eru fleiri sveitarfélög á landinu sem myndu eflaust myndu vilja beita sömu rökum og Fjarðabyggð til að fá þjóðveg 1.
En það þarf að finna samstöðu um þessi mál, það er alveg klárt.
Tjörvi Hrafnkelsson, 31.8.2010 kl. 15:55
Sæll Raggi,
Var ekki á flugeldasýningunni bænum, tók hreindýraveislu á Ormsteiti fram yfir.
Varðandi bjánahrollinn, þá má vera þetta sé ónauðsynlegt að taka fram, tek kannski hlutverk mitt sem bæjarfulltrúa of hátíðlega
En hinsvegar hef ég allavega fengið einn og einn kjánahroll yfir umræðunni um þetta mál.
Tjörvi Hrafnkelsson, 31.8.2010 kl. 16:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.