Árið 2013 - Fyrirtækin

Ég ætla hér að fara yfir árið 2013 í tvennu lagi. Fyrst að fara í gegnum atvinnuþáttinn, sem snýr að fyrirtækjarekstrinum og svo að taka það sem snýr að fjölskyldunni. Alla jafna hefði ég haft þriðja þáttinn um stjórnmál, en ég hef hinsvegar algerlega skilið mig frá þeirri þátttöku og reyndar líka umræðu.

Fyrirtækin

Árið 2013 var viðburðarríkt í fyrirtækjarekstri  hjá mér. Ég hef aðkomu að fjórum fyrirtækjum sem öll eru í rekstri þó mismikill sé, þetta eru fyrirtækin Austurnet, AN Lausnir, Austurfrétt  og AXnorth. Þetta árið átti AXnorth allan minn fókus, enda það fyrirtæki sem hefur stækkað hvað mest og hvar mestu vaxta og tekjumöguleikarnir  liggja. AN Lausnir var með talsvert umfang í upphafi árs en minna seinni hlutann, en segja má að Austurnet hafi legið talsvert í dvala hvað mína aðkomu varðar.  Austurfrétt tók kipp og þar eru spennandi hlutir að gerast og gerjast.

Ég ætla taka hérna yfirborðskenndan rúnt yfir fyrirtækjaárið 2013, lýt nú mest á þetta sem logg fyrir sjálfan mig.

Janúar:

Árið 2012 var fyrsta rekstrarár AXnorth. Við vorum líklega eitt fyrsta fyrirtæki á Íslandi til að fara í Dynamics AX 2012 og lentum því í ýmsum byrjunarörðugleikum. Enda kom á daginn að vandamál sem við glímdum við í uppgjöri var búið að leysa með uppfærslu pakka kerfisins. Eftir þá uppfærslu náðum við að skila af okkur ársreikningi eftir talsvert mikla yfirlegu og vinnu bæði með erlendu eigendunum og íslenskum endurskoðendum. Þetta fyrsta rekstrarár sem var 6 mánuðir var í góðu jafnvægi.

Febrúar:

Fyrirtækin sem höfðu leigt saman að Miðvangi 1-3 ( Níunni ) fluttu í nýuppgert húsnæði að Kaupvangi 6. Það húsnæði hýsti áður KHB og nýr eigandi þess gerði það upp í samræmi við okkar þarfir.

Sama dag opnaði svo starfstöð AXnorth á Akureyri, þegar Bergþór Friðriksson ( Beggi ) hóf störf þar. Skrifstofan er staðsett í Oddeyrarskála.

Mars:

Örvar Sigurgeirsson hefur störf á Akureyri þannig að þar er komið tveggja manna teymi.

8 mars er svo Hugvangur með opið hús þar sem gestum og gangandi gafst kostur á að skoða húsnæðið og fyrirtækin, sem þar eru kynntu sína starfssemi.

Apríl og Maí:

Fyrsta og önnur vinnuferð ársins til Mikuni í LA í Kaliforníu vegna innleiðingar á Dynamics Ax 2012 sem var gangsett hjá þeim í lok Maí. Samtals var ég 45 daga í LA á þessum tíma.

Unnið að því með Unnari og Gunnari að koma nýjum vef Austurfréttar sem fór í loftið í Maí og fékk fljúgandi gott start og er enn á góðri siglingu.

Júní og Júlí:

Eftirfylgni vegna Mikuni einkenndi þennan mánuð ásamt mikilli innri vinnu fyrir bæði AN Lausnir og AXnorth.

Viðræður um aðkomu CPS ráðgjafar að AXnorth komnar í góðan farveg.

Sumar hittingur AXnorth í lautinni hans Ella, þar sem var grillað og sungið.

Tveimur síðustu vikum í júlí eyddi ég svo í veikindi, sem voru líklega til kominn vegna ofkeyrslu síðust mánuði á undan.

Ágúst

Guðmundur Örn ( GOS ), bætist í Akureyrar teymi AXnorth sem telur þá orðið þrjá starfsmenn með vel yfir 40 ára reynslu í þessum geira.

Samningar nást við Jón Magnússon í CPS ráðgjöf sem hefur reynst AXnorth gríðarlega mikilvægt.

Í lok mánaðar kom svo þríeyki frá Greenlight í heimsókn, þeir Jim Hunnicut, Brian Lounds og Jan Sorensen. Akureyrar teymið kom austur og tók hópurinn stefnuna á Borgarfjörð Eystri. Við fengum frábært veður og síðbúnar ferðaplans reddingar gengu fullkomlega upp. Frábær ferð.

September

Viðburðaríkasti mánuður í stuttri sögu AXnorth. Fyrsti mánuðurinn með nýjum eiganda Jóni Magnússyni, sem kom inn með annan starfsmann Pálma Örn. Garðar og Siggi færa verkefnin sín frá AN Lausnum yfir til AXnorth og Kristbjörg kemur inn sem fjármálastjóri AXnorth.

Starfsmenn AXnorth eru allt í einu orðnir 13 talsins, en réttu ári áður voru stöðugildin 4.

Október:

Enn ein vinnuferð til Mikuni í byrjun mánaðar, núna er Örvar með í för.

Seinni hluta mánaðarins tekur AXnorth þátt í AXUG í Tampa þar sem AXtend vörurnar okkar voru kynntar. Ágúst og Hafsteinn voru þar fyrir hönd AXnorth

Nóvember:

Í lok mánaðar erum við Örvar aftur í Mikuni leiðangri, sem hefst núna niður í Mexíco en endar svo í LA. Ekki laust við að það sé að verða heimilislegt að mæta þangað reglulega.

AXnorth hélt sameiginlegan fund á Akureyri þar sem farið var yfir helstu mál sem varða framtíð AXnorth. Þeim fundi fylgt eftir með jólahlaðborði á hótel KEA sem tókst afskaplega  vel og gistu austfirðingar og sunnlendingar á hótel KEA.

Desember:

Fjölnir fær slæmar fréttir af föður sínum í Noregi og í kjölfarið ákveður öll hans fjölskyldan að flytja til Noregs. Mál þróast svo þannig að Fjölnir þarf að hætta hjá AXnorth og hefur störf hjá norsku fyrirtæki í ERP geiranum þar. Þar missti AXnorth góðan liðsfélaga og snjallan hugbúnaðarsérfræðing.

Starfsmenn AXnorth eru því 12 talsins í lok árs 2013.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband