Af vesturförum

Hér į ég ennžį žetta fķna bloggsvęši og lišiš nęstum įr sķšan žaš var uppfęrt sķšast. Margt hefur gerst į žessum tķma sem vert vęri aš dokumentara. Ķ ljósi žess aš ég skrifa hér pistil sirka einu sinni į įri žį er spurning hvaša efnistök mašur velur.

BothellLķklega viš hęfi aš segja frį žvķ aš 4/6 af fjölskyldunni flutti til Bandarķkjanna ķ lok febrśar, nįnar tiltekiš ķ Bothell ķ Washington fylki. Bothell er bęjarhluti į Seattle svęšinu, rétt eins og Bellavue og Redmond sem kannski fleiri žekkja af žessu svęši, en Bothell er ašeins noršar. ( Hęgt aš smella į myndina til aš sjį nįnar )

 

 

HomeĮstęšan fyrir vali į žessu hverfi er fyrst og fremst skólarnir sem krakkarnir ganga ķ, Bothell High Scool og Skyview Junior High sem bįšir eru meš hęsta mögulega skor (10) fyrir public skóla. Hśsnęšisverš ķ Bothell er lķka višrįšanlegra en fyrir sunnan okkur, en fyrir vikiš žį er hśsiš sem viš bśum ķ svolķtiš śt śr. Žaš er stutt ķ flesta žjónustu en žurfum žó alltaf aš keyra til aš sękja hana. ( Hęgt aš smella į myndina til aš sjį nįnar )

Ég fęrši skrifboršiš mitt frį Egilsstöšum og til Bothell og er aš sinna sömu vinnu og heima, er bara nęr višskiptavinunum. Ég er meš H1B visa ķ gegnum SAGlobal sem er einn af eigendum AXnorth, žannig aš hérna śti er ég starfsmašur SAGlobal. Kristbjörg er meš Visa ķ umsóknarferli ķ gegnum SAGlobal lķka. Žessa dagana er hśn ķ žjįlfun til rįšgjafa ķ Dynamics AX og er bśin aš vera mikiš į feršalögum. Viku ķ New Jersey, viku ķ Cleveland Ohio og veršur svo 3 vikur samfleitt ķ Fargo ķ North Dakota.

Isar er ķ Skyview Junior High school og ęfir svo fótbolta meš FC Alliance. Embla er ķ Bothell High, ęfir söng hjį henni Kelly Ash nišur ķ Seattle. Žeim lķšur vel ķ skólanum og óhętt aš segja aš skoriš sem skólarnir eru meš hafi stašiš undir vęntingum.

Tara Ösp flutti til Danmerkur žar sem hśn nemur margmišlun viš KEA ķ Kaupmannahöfn. Ķsold Birta bżr svo hjį pabba sķnum į Egilsstöšum ( er reyndar ķ heimsókn hjį mömmu sinni žegar žetta er skrifaš ), žannig aš fjölskyldan er dreifš um allan heim og Skype žvķ góšur vinur žessa dagana.

Ég hef mikiš veriš spuršur śt ķ vešurfar, enda Seattle žekkt fyrir mikla rigningu. Ég get bara sagt aš vešriš hérna er fullkomiš fyrir mig, frį žvķ ég kom hérna ķ lok janśar hefur nįnast alltaf veriš gott vešur. Žaš hefur vissulega rignt, en mun minna og sjaldnar en ég er vanur frį Ķslandi. Reyndar er talaš um aš veturinn hafi veriš mjög góšur, žannig aš ég hitti kannski bara vel į hvaš žaš varšar.

Lįtum gott heita ķ bili, sjįum hvort sama biš veršur eftir nęstu fęrslu.


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband