Pabbi Sjötugur

Í dag er afar merkilegur dagur, því faðir minn Hrafnkell A Jónsson hefði orðið 70 ára, en það eru 11 ár tæp síðan hann lést aðeins 59 ára.

Ég var á Íslandi í síðustu viku í fyrsta skipti í næstum tvö ár og eitt af því sem ég gerði var að fara í kótelettur hjá Grétu frænku í Bókakaffi. Sú heimsókn hleypti af stað mörgum minningum um pabba. Í fyrsta lagi vorum við að borða mat sem var í miklu uppáhaldi pabba, kótelettur í raspi. Í öðru lagi vorum við að borða saman Ég, Fjóla og Mamma ásamt Ingvari, sem hefur ekki gerst oft síðustu árin. Í þriðja lagi þá er í Bókakaffi aðgangur að myndasafni Nonna frænda á Torfastöðum, en þar fann ég nokkrar myndir sem kallaði fram sterkar minningar um pabba og hreinlega beint að hjartarótum.

egogpabbiÞessi mynd tekin 1970, ég tæplega 1 árs ogpabbi 22 ára.

 

 

 

 

 

Reyndar er það svo að ég sé föður minn ljóslifandi á hverju einasta degi. Ekki nóg með að sonur minn heiti Hrafnkell (Isar), þá er hann alveg ótrúlega líkur honum bæði í útliti og háttum. Hann er mikill grúskari eins og afi sinn, ef hann vill gera sér glaðan dag þá felur það gjarnan í sér að eyða deginum á bókasafni eða í bókabúðum.

isarogpabbiHér er mynd af þeim tekin þegar þeir eru báðir á fimmtánda ári. Ef einhver er ekki viss, þá er pabbi vinstra megin og Ísar til hægri.

 

 

Pabbi var mikill félagsmálamaður og var annt um nærsamfélagið og lagði mikið á sig til að hafa áhrif á það. Kannski einum of því eitthvað lét undan á endanum og erfið veikindi urðu honum ofviða og hann lést alltof snemma.

Í dag minnist ég hans af hlýhug, ást og með stolti yfir að vera sonur hans.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband