Silfriđ
5.5.2008 | 00:24
Reyni alltaf ađ horfa á silfriđ á sunnudagskvöldum og ekki breyting á ţví í kvöld.
Fannst athyglistvert ađ horfa á hina ungu ráđherra Guđlaug og Björgvin vera einstaklega rökfasta og samstíga. Ég fékk nú hreinlega kjánahroll viđ ađ hlusta á Siv og ég held svei mér ađ hún ćtti ađ fara ađ stunda sjúkrţjálfun og hverfa úr pólitík.
Björgvin Sigurđsson er líka afskaplega skeleggur og snjall pólitíkus og er einn af ţeim samfylkingarmönnum sem hafa undirstrikađ ađ sá flokkur á bjarta framtíđ fyrir sér. Katrín Jakobsdóttir er líka mjög frambćrileg fyrir sinn flokk, ţó mér fyndist hún eiga erfitt međ mótrök gegn heilbrigđisráđherranum, sem hreinlega var frábćr í sinni rökfestu.
Svo tókust á um Evrópumálin gamlar kempur, Jón Baldvin og Ragnar Arnalds. Frábćr umrćđa! Jón Baldvin framúrskarandi, en Ragnar kom líka á óvart međ sínum rökum, ţó ég vćri sammála Jóni í nćr öllu. Ég hélt ađ ţessir menn vćru komnir á elliheimili og gengju viđ staf, en ţvílík orka
í ţessum köllum. Ţeir myndu sóma sér vel á ţingi í dag og hafa heilmikiđ fram ađ fćra.
Ţađ er greinilegt ađ Evrópuumrćđan er ađ fćrast í aukana. Samfylkingin hefur haft Evrópumálin í forgrunni lengi og nú eru flestir ađ opna augun fyrir henni. Guđni Ágústson meira segja snérist á punktinum, í sömu vikunni, eftir leiđbeiningar frá Jóni Sig fyrrum formanni. Spurning hver rćđur í raun ferđinni í ţeim flokki. Ég held reyndar ađ sá flokkur eigi sér enga von fyrr en Birkir Jón tekur viđ í brúnni. Fyrr breytist ekki ásýnd og trúverđugleiki ţess flokks.
Nú er bara spurning hvađ Evrópumálin ná langt á ţessu kjörtímabili. Vonandi ađ menn nái allavega
ađ gera lagaumhverfiđ hćft til ađ takast á viđ ţađ fyrir nćstu kosningar.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.