Seyðisfjarðargöng
3.10.2008 | 11:15
Hugleiðing vegna skrifa Guðmundar Gíslasonar forseta bæjarstjórnar Fjarðarbyggðar og Björgvins Val á Bæjarslúðrinu.
Aðalrök Fjarðarmanna eru þau að Seyðisfjörður og Neskaupstaður séu Endastöðvar og verði alveg jafnmiklar endastöðvar landleiðina þó að komi göng undir Fjarðarheiði. Þessi rök Fjarðarmanna halda vel t.d. er það raunin með Siglufjörð og Ólafsfjörð, þeir bæjir verða ekki endastöðvar lengur þegar Héðinsfjarðargöngin verða tekin í gagnið.
En með þessum rökum hefði verið skynsamlegast að byrja á að bora gat frá Neskaupstað til Héraðs í stað Eskifjarðargangna, því þá væri Neskaupstaður ekki lengur endastöð! Svo ekki sé né talað um arðsemina af slíkum göngum, þar sem tengdir væru stærstu kjarnar Austurlands. Og komnar forsendur til að sameina sveitarfélögin Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað og þá fyrst verður gert út um þennan hrepparíg og auðveldara að taka næstu skref í gangnamálum
En rök varðandi menningarlega samlegð í gegnu bíóferðir og tónleika er bara rugl. Get ekki séð að Héraðsmenn séu eitthvað menningarlega fatlaðir og geti ekki samlagast Seyðfirðingum þess vegna. Og varðandi fjölbreyttara atvinnulíf en á Héraði þarf nú rökstyðja betur. Það er jú Álver á Reyðarfirði, sem þarf fjölbreytta þjónustu, hluti af þjónustu við álverið er borinn upp af fyrirtækjum á Héraði.
Seyðfirðingar hafa án efa metið stöðuna af skynsemi. Þeir leiddu Samganga umræðuna og lögðu sig mikið fram, en fá ekki nægilegt backup í það frá öðrum sveitarfélögum enda ekki sömu hagsmunir í húfi þar. Það er því lang skynsamlegast fyrir Seyðfirðinga í stöðunni að ákveða að fókusa á eitt verkefni og vinna það frá sínum hagsmunum! Rétt eins og Fjarðarbyggð fókusaði á ein göng gagnvart sínum hagsmunum!Seyðfirðingar eru búnir að meta sína hagsmuni og telja að þetta sé skynsamleg leið og eins og kemur fram á ummælum Katrínar við skrifum forseta bæjarstjórnar í Fjarðarbyggð, þá liggja fyrir því fleiri rök en færri.
Mér finnst hins vegar skrítið í ljósi framgöngu Seyðfirðinga í Samganga málum, að Fjarðabyggð skuli ekki vilja styðja þá í þessu verkefni.
Þeir munu þó gera það á endanum, ég trúi ekki öðru.
Athugasemdir
Góður!!
Einsi Ben (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 12:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.