Frjálshyggjan versus félagshyggja!
26.10.2008 | 14:36
Mér finnst það vera augljóst að þjóðin er að horfa til grunn hugmyndafræði flokkana. Það er enginn búnin að gleyma því að það er framsóknarflokkurinn og sjálfstæðisflokkurinn sem bera megin ábyrgð á stjórnarfarinu og stefnu síðustu ára. Þeir eru brennimerktir frjálshyggjunni, þó að Framsókn eigi sér annan og félagslegri bakgrunn. Það muna bara svo fáir svo langt aftur. Framsókn verður að skipta um forystu ef þeir ætla að nýta sér stöðuna í pólitíkinni í dag og leita upprunans.
Samfylkingin er með lykilstöðu í þessu árferði. Þeir eru jú í ríkisstjórn, en hafa bara setið þar í eitt ár og hafa ekki verið í stöðu til að leggja línur í stjórnsýslunni eða náð fram einhverjum kúltur breytingum. Þeir eru með réttu hugmyndafræðina í grunninn og munu gegna lykilstöðu á næstu misserum. VG er of langt til vinstri til að vera trúðverðugir í forystu, en munu verða sterkir vegna félagshyggju grunnsins.
Þessi skoðankönnun er bara vísbending um hvernig þetta mun lýta út. Samfylkingin mun verða leiðandi næstu árin. Sjálfstæðislfokkurinn væntanlega tekur eitthvað til í sínum ranni, en það verður lítið pláss fyrir mjög harða hægri stefnu á næstunni. Þeir eru því ekki tilbúnir að vinna inn í þessa stöðu, nema bara til að takast á við núverandi slökkvistörf. Tek reyndar fram að ég held að fáir eða nokkur hefði getað verið betri í brúnni við þessar aðstæður en Geir H. Haarde, en það segir bara að hann er snjall einstaklingur eins og mjög margir í sjálfstæðisflokknum og er hann án efa einn best mannaður í sinni forrystusveit. En það breytir því ekki að stefnan sem þeir þurfa fylgja eftir úr samþykktum síns flokks eiga ekki upp á pallborðið inn í þetta nýja samfélag.
Mitt mat er því að Samfylkingin sé undir þetta ástand lang bestu undirbúin í sinni stefnumörkun og með jafnaðarstefnuna í grunninn.
Minnihluti styður stjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.