ÍNN langbesta sjónvarpsstöð á Íslandi í dag!

Þið sem ekki hafið uppgötvað ÍNN ég skora á ykkur að skoða stöð 20 í ADSL sjónvarpinu. Ingvi Hrafn ofursjálfstæðismaður rekur og á þessa stöð. Hann er mjög gagnrýnin á sinn flokk og heimstjórnin hans sem eru sjálfstæðismenn eru merkilega skemmtilegir og með sanngjarna nálgun á málum, vissulega litaðir af sínum bakgrunni, en málefnalegir. Stöðin gerir svo öllum flokkum jafnt undir höfði þar sem þingmenn úr öllum flokkum eru með sinn þátt. Bara snilld! Það eru reyndar pínlegir þættir inn á milli, samanber kjaftakellingaklúbburinn hjá Ásdísi Ólsen.   Mínu heimilisfólki þykir þetta reyndar mjög hallærisleg stöð og er það aðallega bakgrunnurinn sem er jú mjög frumstæður. En það segir bara að það er lögð áhersla á efnið ekki lúkkið.

Allir að skoða ÍNN!

http://www.inntv.is/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Frábær þáttur. Horfi á hann í tölvunni.

Halla Rut , 9.1.2009 kl. 00:57

2 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Er að velta því fyrir mér hversvegna þáttur minn með Össur Skarphéðinssyni um lýðræðið var aldrei birtur á netinu hjá þeim?

Ástþór Magnússon Wium, 9.1.2009 kl. 01:03

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þá er maður komin í beint samband við Hrafninn, ekki amalegt. Takk fyrir.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.1.2009 kl. 06:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband