Kominn í Samfylkinguna

Það er mikil gerjun í pólitískri umræðu þessar vikurnar. Aðstæður í þjóðfélaginu ýta undir það, sem er gott. Fólk bloggar sig til óbóta, er orðið sérfræðingar í málefnum sem enginn vissi hvað var fyrir misseri síðan. Gjaldeyrishömlur, bankaleynd, gjaldeyrisforði, Icesave, Gordon Brown, osfrv,  eina sem er ekki nýtt í umræðu síðustu 30 ára eru orð og athafnir Davíðs Oddsonar. 

Það má segja að það sé jákvæður vinkill á því ástandi sem við erum inn í. Það eru allir að vakna til vitundar um samfélagið sitt og ekki síst náungann. Gildin og gildismatið er í endurskoðun hjá einstaklingum. Auðsöfnun og einkahagsmunir eru ekki kúl lengur. 

Ég hef alltaf haft gaman af stjórnmálum og umræðunni í kringum þau. Fyrir sirka 20 árum þá fórum við Elfar Aðalsteinsson í að stofna félag ungra sjálfstæðismanna á Eskifirði og fékk það nafnið Hávarr. Okkur þótti einmitt mikið til koma á þeim tíma að fá ungan kommúnista til liðs við okkur, en Jens Garðar Helgason hefur verið skrautfjörður Sjálfstæðismanna á Eskifirði síðan þá.  Þessi gjörningur var minn fyrsti og eini á þessum vettvangi. Fór reyndar á eitt SUS þing og fann mig ekki þar. Formaður SUS á þessum tíma var Guðlaugur Þór heilbrigðisráðherra. Ég hef reyndar ætíð borið mikla virðingu fyrir þeim ágæti manni síðan, því hann var alveg laus við hroka og yfirlæti í garð okkar austfirðingana, enda dreifbýlistútta frá Borgarnesi á þeim tíma. Ég hef svo verið meira og minna óflokksbundinn síðustu 15 árin, nema hvað dottið inn i Sjálfstæðisflokkinn fyrir prófkjör til að kjósa einstkalinga inn á lista og sennilega oftast kosið sjálfstæðisflokkinn. Hef þá oftar en ekki verið að styðja við föður minn í þeim verkefnum sem hann hefur verið sinna fyrir sjálfstæðisflokkinn.

Síðustu ár hef ég hinsvegar átt erfitt með að kyngja því sem sjálfstæðisflokkurinn hefur verið að gera. Þessi gengdarlausa frjálshyggja, sem hefur verið brædd inn í kúltur íslendinga síðustu árin með sjálfstæðisflokkinn í brúnni, hefur hrætt mig.  Sú kenning að lögmál kapitalismans leiti sjálfkrafa jafnvægis og græðgin þurfi sinn farveg öllum til hagsældar,  er bara hættuleg hugsun.  En það er hægt að vera skoðanastór og rífast og jagast út í loftið og taka svo ekki alvöru afstöðu með því að skipa sér einhverstaðar í sveit.  Faðir minn var duglegur að benda mér á þetta, en ég vann með Héraðslistanum á Fljótsdalshéraði í sveitarstjórnarkosningum 2006 sem er samkurl félagshyggjuafla á Fljótsdalshéraði. Hann taldi þetta vera feluleik félagshyggjuflokkana á landsvísu. Ég get verið sammála honum að því leyti að það felst ekki í því póltísk afstaða að vera í svona samkurli. Það er hálfgerður feluleikur gangvart stóru myndinni, þó sveitarstjórnamál þurfi ekki sérstaklega á stórum stjórnmálakenningum að halda.

Eftir að hafa velt þessu fyrir mér annað veifið í nokkra mánuði, þá ákvað ég að skilgreinina viðhorf mín enn og aftur. Ég finn mig sem lýðræðislegan félagshyggjumann, með áherslu á að einstaklingurinn fái að njóta sín innan regluverks sem gætir jafnræðis í hvívetna. Einstaklingur með þessa lífssýn getur sennilega réttlætt tilveru sína í flestum flokkum í íslenskri flokkaflóru. En þegar ég leit yfir möguleikana þá kom í raun bara Samfylkingin til greina.

·         Ég reyndi að réttlæta það að ganga í sjálfstæðisflokkinn, enda stóð það mér að mörgu leiti næst. En Sjálfstæðisflokkurinn er með sterkan arm innanborðs sem er einfaldlega hættulegur. En það er þessi öfga hægri hópur sem vill gengdarlaust frelsi á nánast öllum sviðum. Eftir vandlega umhugsun, þá fannst mér það vera á skjön við viðhorf mín að ganga þar inn í alvöru. ( Þetta var fyrir hrunið )

·         Framsóknarflokkurinn er flokkur sem ég hef aldrei skilið, en grunngildin og samvinnuhugsjóninn er flott.  En flokkurinn er skemmdur.

·         Vinstri grænir eru á sama hátt og sjálfstæðisflokkurinn með hættulegar fylkingar sem eru öfga vinstri öflin, sem hafa tekið sér bólfestu þar.  En þar tala sumir fyrir hömlulausri ríkisvæðingu á öllum sviðum. 

·         Frjálslyndiflokkurinn er ekki flokkur, heldur safnheiti yfir einstaklinga með persónufylgi byggt á persónulegum skoðunum.

Samfylkingin er ekki gallalaus og reyndar hef ég aldrei haft sérstakt álit á Ingibjörgu Sólrúnu, nema reyndar upp á síðkastið. Manneskja sem hefur gengið í gegnum hausaðgerðir eins og hún farið svo á fullt í að vinna við erfiðustu pólitísku aðstæður sem íslenskt samfélag hefur tekist á við og staðið sig, segir bara að hún algjör nalgi.  Ég vel semsagt ekki Samfylkinguna vegna forystusauða eða spútnik einstaklinga til að vinna fyrir mig. Samfylkingin er jafnaðarmannaflokkurinn og hefur þann Sósíal Demokratíska grunn sem ég vil sjá leitað í þegar tekið er á málum. Samfylkingin er ekki gamall flokkur, en byggir vissulega á gömlum grunni. Hún hefur hinsvegar sýnt fram á lýðræðisleg vinnubrögð í sínu innra starfi fram til þessa allavega.

Ég velti því oft fyrir mér hvað karl faðir minn hefði nú sagt um þessa ákvörðun mína, en hann lést í maí á síðasta ári og var mikill sjálfstæðismaður. Hann talaði reyndar alltaf um að hann væri hægri krati sem hefði fundið skástann safnnefnara fyrir sínar hugsjónir inn í þeim armi sjálfstæðisflokksins sem er þannig þenkjandi.  Í nýútkominni bók um pabba „Þræðir“ þá er birt grein eftir hann sem birtist í morgunblaðinu 1.desember 1996. Ég hafði ekki lesið þessa grein þegar ég gekk í Samfylkinguna  ( hér er greinin í greinasafni mbl.is). Í þessari grein þá endurspeglar hann nánast nákvæmlega mínar hugleiðingar. Í lok greinarinnar kallar hann eftir nýju afli jafnaðarmanna á Íslandi og telur að hægri kratar sjálfstæðiflokksins ættu heima þar.  Ef Samfylkingin hefði verið til þá má vel vera að hann hefði leitað vars þar.  Ekki að það hafi skipt öllu máli við mína ákvörðun, en vissulega fannst mér jákvætt að finna þessa samsvörun með skoðunum föður míns.

Ég gekk semsagt í Samfylkinguna 10.mars 2008 að vel ígrunduðu máli.


Þræðir

ATT1924250Bókin um pabba er komin út og heitir hún þræðir. Ég er mjög ánægður með þetta rit og alveg með ólíkindum hvað þeir Ragnar Ingi og Smári Geirs hafa náð að koma þessu vel saman á ekki lengri tíma.

Og allir þeir sem unnu að þessu, kærar þakkir fyrir ykkar aðkomu.

Bókina má finna í öllum bókaverslunum, en móðir mín er líka með ein tuttug eintök sem hægt er að kaupa af henni.  Hún er með síma 8610480 og netfangið siggaingimars@gmail.com .


Hugmynda-hagsmunagæslu leiðtoginn

Hugmyndasmiður sjálfstæðisflokksins og frjálshyggjukóngur Íslands er með þessa síðu http://hannesgi.blog.is/blog/hannesgi/ , það er hollt að lesa þetta, blindur á að hugmyndafræðin sem hann stendur fyrir sé fullkominn. Bara að öðrum að kenna hvernig hún er misnotuð! Og að hugsa sér, þetta er aðalmaður í stjórn seðlabankans http://www.sedlabanki.is/?PageID=22 ! 

Það verður bara að fara taka til í stjórnsýslunni hjá okkur, þetta er bara ekki í lagi.


Frjálshyggjan versus félagshyggja!

Mér finnst það vera augljóst að þjóðin er að horfa til grunn hugmyndafræði flokkana. Það er enginn búnin að gleyma því að það er framsóknarflokkurinn og sjálfstæðisflokkurinn sem bera megin ábyrgð á stjórnarfarinu og stefnu síðustu ára. Þeir eru brennimerktir frjálshyggjunni, þó að Framsókn eigi sér annan og félagslegri bakgrunn. Það muna bara svo fáir svo langt aftur. Framsókn verður að skipta um forystu ef þeir ætla að nýta sér stöðuna í pólitíkinni í dag og leita upprunans.

Samfylkingin er með lykilstöðu í þessu árferði. Þeir eru jú í ríkisstjórn, en hafa bara setið þar í eitt ár og hafa ekki verið í stöðu til að leggja línur í stjórnsýslunni eða náð fram einhverjum kúltur breytingum.  Þeir eru með réttu hugmyndafræðina í grunninn og munu gegna lykilstöðu á næstu misserum. VG er of langt til vinstri til að vera trúðverðugir í forystu, en munu verða sterkir vegna félagshyggju grunnsins.

Þessi skoðankönnun er bara vísbending um hvernig þetta mun lýta út. Samfylkingin mun verða leiðandi næstu árin. Sjálfstæðislfokkurinn væntanlega tekur eitthvað til í sínum ranni, en það verður lítið pláss fyrir mjög harða hægri stefnu á næstunni. Þeir eru því ekki tilbúnir að vinna inn í þessa stöðu, nema bara til að takast á við núverandi slökkvistörf. Tek reyndar fram að ég held að fáir eða nokkur hefði getað verið betri í brúnni við þessar aðstæður en Geir H. Haarde, en það segir bara að hann er snjall einstaklingur eins og mjög margir í sjálfstæðisflokknum og er hann án efa einn best mannaður í sinni forrystusveit. En það breytir því ekki að stefnan sem þeir þurfa fylgja eftir úr samþykktum síns flokks eiga ekki upp á pallborðið inn í þetta nýja samfélag.

Mitt mat er því að Samfylkingin sé undir þetta ástand lang bestu undirbúin í sinni stefnumörkun og með jafnaðarstefnuna í grunninn.


mbl.is Minnihluti styður stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Seyðisfjarðargöng

Hugleiðing vegna skrifa Guðmundar Gíslasonar forseta bæjarstjórnar Fjarðarbyggðar og Björgvins Val á Bæjarslúðrinu.

Seyðisfjarðargöng

Aðalrök Fjarðarmanna eru þau að Seyðisfjörður og Neskaupstaður séu Endastöðvar og verði alveg jafnmiklar endastöðvar landleiðina þó að komi göng undir Fjarðarheiði. Þessi rök Fjarðarmanna halda vel t.d. er það raunin með Siglufjörð og Ólafsfjörð, þeir bæjir verða ekki endastöðvar lengur þegar Héðinsfjarðargöngin verða tekin í gagnið.

En með þessum rökum hefði verið skynsamlegast að byrja á að bora gat frá Neskaupstað til Héraðs í stað Eskifjarðargangna, því þá væri Neskaupstaður ekki lengur endastöð! Svo ekki sé né talað um arðsemina af slíkum göngum, þar sem tengdir væru stærstu kjarnar Austurlands. Og komnar forsendur til að sameina sveitarfélögin Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað og þá fyrst verður gert út um þennan hrepparíg og auðveldara að taka næstu skref í gangnamálum Smile

En rök varðandi menningarlega samlegð í gegnu bíóferðir og tónleika er bara rugl. Get ekki séð að Héraðsmenn séu eitthvað menningarlega fatlaðir og geti ekki samlagast Seyðfirðingum þess vegna. Og varðandi fjölbreyttara atvinnulíf en á Héraði þarf nú rökstyðja betur. Það er jú Álver á Reyðarfirði, sem þarf fjölbreytta þjónustu, hluti af þjónustu við álverið er borinn upp af fyrirtækjum á Héraði.

Seyðfirðingar hafa án efa metið stöðuna af skynsemi. Þeir leiddu Samganga umræðuna og lögðu sig mikið fram, en fá ekki nægilegt backup í það frá öðrum sveitarfélögum enda ekki sömu hagsmunir í húfi þar. Það er því lang skynsamlegast fyrir Seyðfirðinga í stöðunni að ákveða að fókusa á eitt verkefni og vinna það frá sínum hagsmunum! Rétt eins og Fjarðarbyggð fókusaði á ein göng gagnvart sínum hagsmunum!Seyðfirðingar eru búnir að meta sína hagsmuni og telja að þetta sé skynsamleg leið og eins og kemur fram á ummælum Katrínar við skrifum forseta bæjarstjórnar í Fjarðarbyggð, þá liggja fyrir því fleiri rök en færri.

Mér finnst hins vegar skrítið í ljósi framgöngu Seyðfirðinga í Samganga málum, að Fjarðabyggð skuli ekki vilja styðja þá í þessu verkefni.

Þeir munu þó gera það á endanum, ég trúi ekki öðru.


Hugleiðing um launaseðil...

Frænka mín er hér með hugleiðingu sem allir hafa gott af að lesa.

Sá launaseðilinn...

http://www.ofurrollan.blogspot.com/ 

 


Geir bara brattur!

Sem er gott.
mbl.is Betri horfur en talið var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óla Stef á ástandið

Eina sem dugir er að taka Óla Stef á ástandið og þakka bara fyrir verðbólguna og brosaSmile yfir því hvað lánin og neysluvörur hækka og bíba svo á bömmerinn!

Áfram Ísland!

 


mbl.is ASÍ lýsir yfir áhyggjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgarstjórinn í Vatnsmýrinni

Alveg er með ólíkindum þessi borgarstjórn sem situr við völd. Haldið saman af borgarstjóra einsmannsflokksins. Sjálfstæðismenn þurfa hafa sig alla við að leiðrétta orðgjálfur hans um stór málefni, því hann heldur einatt sínum skoðunum fyrst á lofti, áður en hann flettir upp í málefnasamnings-einblöðungnum. Magnað hvað upptalning á A-4 blaði getur vafist fyrir þeim.

Ég horfði á Dag og Hönnu Birnu í kastljósinu áðan og það var hjákátlegt að horfa upp á Hönnu Birnu reyna að leiðrétta og leggja útaf orðum borgastjórans. Það kemur svo reyndar í ljós að hún og Dagur eru svo mikið sammála um framgöngu þessa Vatnsmýra máls, sem er reyndar hið versta mál.
Því þrátt fyrir að borgastjórinn, tali engan vegin í takt við aðra í hans meirhluta, þá er hann einn um að reyna að verja flugvöllin þar sem hann er og þar af leiðandi er hann bandamaður landsbyggðarinnar. Og er það vel. En það er hinsvegar spurning hvort hann skemmir ekki frekar en hjálpar þeirri skoðun, með ótrúverðugleika sínum sem borgarstjóri. Ég hef allavega miklar efasemdir um hann, þó eflaust sé hann vænsti maður.


Silfrið

Reyni alltaf að horfa á silfrið á sunnudagskvöldum og ekki breyting á því í kvöld.
Fannst athyglistvert að horfa á hina ungu ráðherra Guðlaug og Björgvin vera einstaklega rökfasta og samstíga. Ég fékk nú hreinlega kjánahroll við að hlusta á Siv og ég held svei mér að hún ætti að fara að stunda sjúkrþjálfun og hverfa úr pólitík.
Björgvin Sigurðsson er líka afskaplega skeleggur og snjall pólitíkus og er einn af þeim samfylkingarmönnum sem hafa undirstrikað að sá flokkur á bjarta framtíð fyrir sér. Katrín Jakobsdóttir er líka mjög frambærileg fyrir sinn flokk, þó mér fyndist hún eiga erfitt með mótrök gegn heilbrigðisráðherranum, sem hreinlega var frábær í sinni rökfestu.

Svo tókust á um Evrópumálin gamlar kempur, Jón Baldvin og Ragnar Arnalds. Frábær umræða! Jón Baldvin framúrskarandi, en Ragnar kom líka á óvart með  sínum rökum, þó ég væri sammála Jóni í nær öllu. Ég hélt að þessir menn væru komnir á elliheimili og gengju við staf, en þvílík orka
í þessum köllum. Þeir myndu sóma sér vel á þingi í dag og hafa heilmikið fram að færa.

Það er greinilegt að Evrópuumræðan er að færast í aukana. Samfylkingin hefur haft Evrópumálin í forgrunni lengi og nú eru flestir að opna augun fyrir henni. Guðni Ágústson meira segja snérist á punktinum, í sömu vikunni, eftir leiðbeiningar frá Jóni Sig fyrrum formanni.  Spurning hver ræður í raun ferðinni í þeim flokki. Ég held reyndar að sá flokkur eigi sér enga von fyrr en Birkir Jón tekur við í brúnni. Fyrr breytist ekki ásýnd og trúverðugleiki þess flokks.

Nú er bara spurning hvað Evrópumálin ná langt á þessu kjörtímabili. Vonandi að menn nái allavega
að gera lagaumhverfið hæft til að takast á við það fyrir næstu kosningar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband