Forval Héraðslistans

heradslistinn_allir2

Það eru 20 manns sem taka þátt í opnu forvali Héraðslistans sem haldið verður 25-27 mars.  Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í eitt af þremur efstu sætunum og er tilbúinn að leiða listann.

Héraðslistinn hefur átt þrjá menn í bæjarstjórn þetta kjörtímabil og er í meirihluta samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn.  Bæjarfulltrúar listans,  sem voru kosnir í síðustu kosningum, gefa ekki á kost á sér aftur og því ljóst að um mikla endurnýjun verður að ræða.  Ég tel mikilvægt að í bæjarstjórn sé fjölbreyttur hópur fólks, með mismunandi bakgrunn og reynslu.  Mín reynsla er úr atvinnulífinu í kringum upplýsingatækni og nýsköpun.

Það eru ýmis mál sem brenna á bæjarbúum fyrir þessar kosningar, en líklega ekkert jafnmikið og fjármálin og staða sveitarfélagsins.  Sveitarfélagið fór ekki varhluta af hruninu og verkefnin sem bíða nýrra bæjarfulltrúa á margan hátt óspennandi, því við viljum jú vera að byggja upp en ekki þurfa að skera niður.  Ýmislegt hefur áunnist á núliðnum vetri við að mæta þessu breytta umhverfi og rétt að benda á fjárhagsáætlun fyrir árið 2010. Sitt sýnist svo hverjum um hvernig og hvar er skorið niður. Ekki ætla ég að þykjast vera með töfralausnir varðandi fjármál sveitarfélagsins,  veit hinsvegar að í þessu felast erfið og krefjandi verkefni fyrir nýja bæjarfulltrúa. 

Atvinnumálin er sá málaflokkur sem er mér hvað hugleiknastur.  Í þeim efnum finnst mér mikilvægast að hlúa að þeim fyrirtækjum og þekkingu sem þegar er til staðar á Fljótsdalshéraði.  Ég tel að samvinna fyrirtækja og miðlun þekkingar og reynsla þeirra í milli sé mjög mikilvægur þáttur í að byggja upp atvinnu og treysta grunn fyrirtækja.  Sú ráðstöfun að ráða Atvinnumálafulltrúa til starfa til sveitarfélagsins, tel ég hafa verið skynsamlega og mín skoðun að slíkur tengiliður þurfi ætíð að vera til staðar á vegum sveitafélagsins.  Tengsl stjórnsýslu og atvinnulífsins þurfa að vera að vera gagnvirk.

Aukið samstarf milli stóru sveitarfélaganna á Austurlandi er mér einnig mjög hugleikið.  Reyndar er ýmis samvinna í gangi nú þegar sem gengur vel og því bara spurning um að halda áfram á þeirri braut.  Ég vil að stærri sveitarfélögin stuðli að því að myndaður verði vettvangur sem skoði mögulega snertifleti á verkefnum, þar sem hægt er að samnýta krafta og þekkingu. 

Ég vil bæta íbúalýðræði með milliliðalausu aðgengi að kjörnum fulltrúum með föstum viðtalstímum. Ennfremur að  nýta upplýsingatækni enn frekar  til að bæta þjónustu við íbúa með gagnkvæmri upplýsingagjöf, íbúagátt á vefnum er mikilvægt skref í þessu ferli.

Ég geri mér grein fyrir að verkefnin eru ærin fyrir nýtt fólk á vettvangi bæjarmála og líklega sjaldan verið jafn erfið.  Ég er tilbúin að leggja mig fram og takast á við þessi verkefni og mun vinna þau af heilindum og áræðni.

Ef þið viljið koma á mig spurningum og ábendingum þá er hægt að senda mér tölvupóst á tjorvi@austurnet.is. 

Nánar um forval Héraðslistans á vefsíðu samtakanna.


Forval hjá Héraðslistanum 25-27 mars

Á heimasíðu Héraðslistans er búið að tilkynna um forval og kominn kynning á þátttakendum. Fríður og föngulögur 20 manna hópur sem er tilbúin að vera með.

Nánar um mína aðkomu síðar.

 


Þorrablót í kvöld!

Þá er enn og aftur kominn bóndadagur og það þýðir þorrablót á Fljótsdalshéraði í kvöld. Það er Þorrabakkialltaf sama eftirvæntingin ár hvert að komast á blót.


Gömul bloggsíða grafinn upp

Ég hef verið ótrúlega duglegur að blogga hérna fyrir einhverjum árum síðan. Hér er gamla bloggsíðan.

http://tubbinn.blogcentral.is/

og þessar pælingar lifa sko enn

http://tubbinn.blogcentral.is/blog/2005/3/31/landsbyggd-flugvollur-hofudborg/

 


Kominn með einkaþjálfara

Eftir að hafa náð að hreyfa mig reglulega í mánuð, þá ákváðum við Kristbjörg að ganga skrefinu lengra og fá okkur einkaþjálfara. Sá einkaþjálfari er engin önnur en Bibba ( Bryndís Baldursdóttir ) og höfum við fengið frá henni þriggja vikna prógram sem við erum byrjuð að keyra eftir.  Reyndar leggur Bryndís áherslu á að reyna að vera með þetta jafnvel meira spontant, en hún er hinsvegar að fara hlaupa 100 km hlaup í kringum Mont Blanc í næstu viku og verður því ekki tiltæk næsta hálfan mánuðinn. En við erum semsagt farin að haga okkur eins og íþróttamenn.

Á laugardaginn hljóp ég svo mitt fyrsta 10 km keppnishlaup ( mældist reyndar 10,8 í garmin ) í langan tíma og komst ég þokkalega frá því. Ég var allavega ekki spítalamatur í kjölfarið eins og síðast þegar ég tók þátt í slíku. T'iminn á 10 km var í kringum 57 mínútur sem ég bara þokkalega sáttur við

Við stofnuðum svo hlaupahópinn jenfeorka.is á hlaup.com, þar sem við erum alla vega fjögur sem erum að taka okkur verulega á í heilsu og hreyfingu og það má rekja aukinn áhuga síðustu vikurnar til kynna af Jenfe drykknum. Í mínu tilfelli þá virðist hann búa yfir þeim bólguhamlandi eiginleikum, því ég hef náð að auka við hlaupagetu mína jafnt og þétt þrátt fyrir brjóslos í baki. Auk þess sem matarlystinn minnkaði og einhver kíló fuku eiginlega óumbeðið.

Markmiðin eru bara nokkuð metnaðarfull. Læt þau ekki uppi alveg strax, vil sjá hvernig mér gengur að tækla prógrammið hennar Bibbu í september.


Heilsuátak

Þar sem nokkrir þeirra sem eru hluti af JenfeOrku.is hópnum eru farnir að hlaupa og í miklum heilsugír, þá ákvað ég að setja upp blogg til þeir sem þar eru að sprikla geti tjáð sig um það og annað sem snýr að heilsu.Þar sem nokkrir þeirra sem eru hluti af JenfeOrku.is hópnum eru farnir að hlaupa og í miklum heilsugír, þá ákvað ég að setja upp blogg til þeir sem þar eru að sprikla geti tjáð sig um það og annað sem snýr að heilsu.

Lýðræðishalli Austurlands

Nú er kosið á morgun og stuttri kosningabaráttu senn að ljúka.
Landslagið virðist lítið hafa breyst á síðustu tveimur vikum fyrir utan sterka innkomu borgarhreyfingarinnar.

Í mínum huga þá er það grunnhugmyndafræði flokkana sem skiptir aðal máli. Hvernig samfélag vil ég að rísi úr þeim rústum sem við horfum upp á núna. Þar hef ég mesta trú á jafnaðarstefnunni og hef sett mitt traust á jafnaðarmannaflokk Íslands, Samfylkinguna í þeim efnum.

En það eru margir sem horfa til þess hvaða fólk er í forsvari fyrir flokkana og hvort það treystir því til að sinna verkum fyrir sig. Ég vil í því samhengi benda á þá staðreynd sem blasir við okkur Austfirðinga, því sú staða gæti komið upp að við Austfirðingar ættum bara einn þingmann af 10 sem fara inn á þing. Sumum kann að þykja óþarfi að flagga þessu, en ég tel að við þurfum líka að hafa fólk sem þekkir Austurland og býr á svæðinu.


Á síðasta þingi voru 4 fjórir þingmenn með búsetu á Austurlandi.

Þuríður Bachman
Arnbjörg Sveinsdóttir
Ólöf Norðdal
Einar Már Sigurðarson

Eins og staðan var í þessari könnun var skipting kjördæmakjörinna þingmanna þessi:
x-V: 3
x-d: 1
x-S: 3
x-B: 1
Aðrir voru langt frá manni.

Ef sveiflurnar síðustu 3 daga frá þessari könnun eru um einn mann til eða frá þá eru þessir einstaklingar að berjast um níunda kjördæmakjörna manninn.

X-B: Höskuldur Þórhallson      ( 2.sæti )
X-S: Jónína Rós Guðmundsdóttir ( 3.sæti )
X-D: Tryggvi Þór Herbertsson   ( 2.sæti )
X-V: Björn Valur Gíslason      ( 3.Sæti )

Og svo er þetta alltaf spurning um þennnan 10 landskjörna þingmann, sem byggir á nýtingu atkvæða á landsvísu. Hvar lendir hann?
Inn í þann dans gætu ofangreindir fjórir verið meðspilarar. En auk þess.

X-B: Huld Aðalbjarnardóttir( 3.sæti )
X-S: Logi Már Einarsson    ( 4.sæti )
X-D: Arnbjörg Sveinsdóttir ( 3.Sæti )
X-V: Bjarkey Gunnarsdóttir ( 4.sæti )

Það eru ekki margir Austfirðingar í boði í þessum hópi sem verður í baráttunni. Það er bara einn öruggur, Þuríður Bacman.
Hin sem eiga séns eru:
Jónína Rós Guðmundsdóttir og Arnbjörg Sveinsdóttir.
Eflaust flokka líka margir Tryggva Þór sem Austfirðing.

Það eru margir að benda mér á að búseta fólks eigi ekki að skipta máli. Enn sem komið er þá er ég ósammála því.  Það er ekki nauðsynlegt að það séu allir með búsetu í nærsamfélagi þess sem þeir eru fulltrúar fyrir, en einn fulltrúi af 10 er ekki nóg. Er það ekki kallað lýðræðishalli!

Þið sem viljið sjá fólk sem búsett er á Austurlandi í forsvari fyrir ykkar fjórðung, hafið möguleika á að tryggja Jónínu Rós Guðmundsdóttur frá Egilsstöðum sæti á þingi með því að kjósa Samfylkinguna á morgun.

Þið sem viljið sjá samfélag rísa byggt á réttlátri hugmyndfræði, kynnið ykkur jafnaðarstefnuna og kjósið Samfylkinguna til að fylgja henni eftir.

Þið sem viljið að Ísland horfi til Evrópu í samfélagi þjóða og viljið sækja um aðild að ESB, kjósið Samfylkinguna til að fylgja því eftir.

En fyrir alla muni kjósið þannig að þið verðið sátt við atkvæðið ykkar!


Gullkorn Hannesar Hómsteins

Hér er frábær samantekt á gullkornum Hannesar Hólmsteins. Það er góð áminning að skoða þetta myndaband, því það er staðreynd að Hannes Hólmsteinn hefur verið einn aðal hugmyndafræðingur sjálfstæðisflokksins síðustu árin. Það er ástæða til að óttast hugmyndfræðinga sjálfstæðisflokksins!

Græða á daginn og grilla á kvöldin!


Prófkjör Samfylkingarinnar á Norð-austur landi - Allir að kjósa!

Nú stendur yfir prófkjör Samfylkingarinnar í Norð-Austur kjördæmi.  Þetta er eina opna prófkjörið á Austurlandi fyrir næstu kosningar. Prófkjörið fer fram á netinu og eins verður opinn kjörstaður laugardaginn 7 mars á Hótel Héraði. Leiðbeiningar um prófkjörið eru hér.
Ég skora á alla að nýta sér þetta tækifæri til að taka þátt í prófkjöri án þess að þurfa að ganga í stjórnmálaflokk.
Ég vil líka benda á að það eru tvær konur í úr félaginu á Fljótsdalshéraði í framboði.  Jónína Rós Guðmundsdóttir býður sig fram í 1-2 sæti listans og Stefanía Kristinsdóttir býður sig fram í 2-4 sæti.
Nú er bara að drífa sig í að kjósa.


ÍNN langbesta sjónvarpsstöð á Íslandi í dag!

Þið sem ekki hafið uppgötvað ÍNN ég skora á ykkur að skoða stöð 20 í ADSL sjónvarpinu. Ingvi Hrafn ofursjálfstæðismaður rekur og á þessa stöð. Hann er mjög gagnrýnin á sinn flokk og heimstjórnin hans sem eru sjálfstæðismenn eru merkilega skemmtilegir og með sanngjarna nálgun á málum, vissulega litaðir af sínum bakgrunni, en málefnalegir. Stöðin gerir svo öllum flokkum jafnt undir höfði þar sem þingmenn úr öllum flokkum eru með sinn þátt. Bara snilld! Það eru reyndar pínlegir þættir inn á milli, samanber kjaftakellingaklúbburinn hjá Ásdísi Ólsen.   Mínu heimilisfólki þykir þetta reyndar mjög hallærisleg stöð og er það aðallega bakgrunnurinn sem er jú mjög frumstæður. En það segir bara að það er lögð áhersla á efnið ekki lúkkið.

Allir að skoða ÍNN!

http://www.inntv.is/


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband