Færsluflokkur: Lífstíll

Kominn með einkaþjálfara

Eftir að hafa náð að hreyfa mig reglulega í mánuð, þá ákváðum við Kristbjörg að ganga skrefinu lengra og fá okkur einkaþjálfara. Sá einkaþjálfari er engin önnur en Bibba ( Bryndís Baldursdóttir ) og höfum við fengið frá henni þriggja vikna prógram sem við erum byrjuð að keyra eftir.  Reyndar leggur Bryndís áherslu á að reyna að vera með þetta jafnvel meira spontant, en hún er hinsvegar að fara hlaupa 100 km hlaup í kringum Mont Blanc í næstu viku og verður því ekki tiltæk næsta hálfan mánuðinn. En við erum semsagt farin að haga okkur eins og íþróttamenn.

Á laugardaginn hljóp ég svo mitt fyrsta 10 km keppnishlaup ( mældist reyndar 10,8 í garmin ) í langan tíma og komst ég þokkalega frá því. Ég var allavega ekki spítalamatur í kjölfarið eins og síðast þegar ég tók þátt í slíku. T'iminn á 10 km var í kringum 57 mínútur sem ég bara þokkalega sáttur við

Við stofnuðum svo hlaupahópinn jenfeorka.is á hlaup.com, þar sem við erum alla vega fjögur sem erum að taka okkur verulega á í heilsu og hreyfingu og það má rekja aukinn áhuga síðustu vikurnar til kynna af Jenfe drykknum. Í mínu tilfelli þá virðist hann búa yfir þeim bólguhamlandi eiginleikum, því ég hef náð að auka við hlaupagetu mína jafnt og þétt þrátt fyrir brjóslos í baki. Auk þess sem matarlystinn minnkaði og einhver kíló fuku eiginlega óumbeðið.

Markmiðin eru bara nokkuð metnaðarfull. Læt þau ekki uppi alveg strax, vil sjá hvernig mér gengur að tækla prógrammið hennar Bibbu í september.


Heilsuátak

Þar sem nokkrir þeirra sem eru hluti af JenfeOrku.is hópnum eru farnir að hlaupa og í miklum heilsugír, þá ákvað ég að setja upp blogg til þeir sem þar eru að sprikla geti tjáð sig um það og annað sem snýr að heilsu.Þar sem nokkrir þeirra sem eru hluti af JenfeOrku.is hópnum eru farnir að hlaupa og í miklum heilsugír, þá ákvað ég að setja upp blogg til þeir sem þar eru að sprikla geti tjáð sig um það og annað sem snýr að heilsu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband