Árið 2013 - Fjölskyldan
2.1.2014 | 00:01
Þetta ár var mjög viðburðaríkt hjá mér og fjölskyldunni. Verð þó að viðurkenna að ég var ekki þátttakandi í öllum þeim viðburðum sem voru á árinu vegna anna í vinnu þar sem ég var næstum þrjá mánuði erlendis. Ég náði þó að taka þátt í einhverju og fylgjast með öðru. Ætla að renna hérna yfir mánuði ársins eins og ég man þá úr hugskoti mínu.
Janúar:
Ætlaði að taka árið með trompi og fékk fyrrum atvinnumann í knattspyrnu til að hjálpa mér í form. Það var strax ljóst eftir nokkrar mælingar að ég var í mjög slæmu ástandi, nálægt 100 kílóum og með blóðþrýstings vandamál. Það var því farið hægt af stað og Ívar sýndi mér ótrúlega þolinmæði. Hélt ég þetta prógram út svona nokkurn vegin út Mars mánuð eða þegar vinnuferðirnar til Bandaríkjanna hófust.
Febrúar:
Þessi mánuður strembin vinnumánuður og lítið annað komst að hjá mér. Náði þó að eyða afmælisdeg Kristbjargar með henni.
Mars:
Um miðjan mánuð var Goðmótið í 5 flokk á Akureyri. Hrafnkell Ísar að sjálfsögðu mættur þar með sitt fjölskyldu fylgdarlið. Hattar strákarnir mættu þar með tvö lið og stóðu liðin sig með mikilli prýði eins og venjulega. Þetta var síðasta mótið sem Búi var með þeim sem þjálfari, þó hann hafi verið umdeildur þá var Hrafnkell mjög ánægður með hann sem þjálfara.
Í lok mánaðar var svo stór áfangi í fjölskyldunni þegar Embla Ósk staðfesti skírnarheitin sín með fermingu á skírdag. Veisla haldinn í Hlymsdölum þar sem vinir og vandamenn samglöddust með henni. Fékk hún mikið af fínum gjöfum og er þakklát fyrir daginn.
Apríl:
Fyrsta vinnuferðin af fjórum til LA á árinu var fyrri part mánaðarins, kom til baka á afmælisdegi Emblu 14 apríl. Ísar fór og keppti á Andrésar Andarleikunum sömu helgi og ég hóf næstu vinnuferð til LA. Sama dag bárust okkur þær hræðulegu fréttir að Hera væri látinn. Það voru erfið símtölin við Kristbjörgu þann dag og dagana á eftir, en Hera og Kristbjörg voru mjög góðar og nánar vinkonur. Það er hrikalegt að horfa upp á unga konu deyja í blóma lífsins. Ekki laust við að maður staldri við og hugsi sinn gang. Lífið er svo skrítið og ófyrirsjáanlegt og getur tekið enda fyrirvaralaust.
Maí:
Allan þennan mánuð er í ég LA og daglegt líf litaðist af þeirri staðreynd. Náði samt að heimsækja Elvar æskuvin minn, en hann er nýfluttur til LA.
Kristbjörg og Embla brugðu sér svo til Ítalíu í lok mánaðar. Reyndar var það þannig að sama dag og ég lenti á Egilsstöðum eftir 5 vikna dvöl í LA, þá lögðu þær af stað í Ítalíuferðina. Þetta var semsagt ferð á vegum fimleikadeildar Hattar, en Embla fór sem iðkandi og Kristbjörg sem fararstjóri.
Júní:
Eftir að ég kem frá LA dreg ég fram gamla golfsettið mitt og fer að kíkja á golfvöllin. Dró svo Unnar með mér og það var ekki aftur snúið á þeim bænum allavega. Unnar reddaði mér svo Ping setti á góðum kjörum og hann útvegaði sér líka Ping sett. Við skráðum okkur svo í Golfklúbb Fljótsdalshéraðs og tókum þátt í móti á Ekkufellsvellinu. Baráttan við fogjöfina var hafinn á ný, en þar sem mín 25 ára gamla forgjöf frá golfklúbbnum á Eskifirði var úrelt, þá byrjaði ég bara á fullri forgjöf. Náði að klípa hana undir 30 áður en ég slasaði mig í byrjun ágúst.
Júlí:
N1 mótið var á Akueryri í byrjun mánaðar, sem var aðalmót 5 flokks. Hrafnkell var þar að standa sig mjög vel með sínu liði og þeir voru eiga flotta leiki Hattarmenn. Gaman að sjá hvernig fótboltinn hjá þeim er að breytast og sjá mátti flott spil oft á tíðum. Hinsvegar er þetta mót ofmetið sem viðburður. Það er teygt yfir alltof marga daga, fáir leikir og ekki mikil stemming í kringum mótið sjálft. Í samanburði við Shellmótið í eyjum í 6 flokki, þá er þetta bara mjög lélegt mót.
Sumarhátið UÍA var svo haldinn helgina á eftir. Þar kepptu bæði Embla og Ísar. Embla þó í færri greinum en áður, þar sem meiðsli háðu henni. Hún vann þó til verðlauna í Kringlukasti. Ísar var skráður í allar greinar þó hann kynni þær varla, hann sópaði til sín gullverðlaunum í öllum hlaupagreinum, meðan tæknigreinarnar voru lakari.
Seinni hluti mánaðarins var ég svo meira og minna frá vegna veikinda.
Ágúst:
Þessi mánuður byrjaði á unglingalandsmóti á Hornafirði, þar sem Embla og Hrafnkell kepptu bæði. Keppt var í fótbolta, frjálsum og fimleikum. Veðrið var reyndar ógeðslegt allan tímann, þar sem það var öskrandi rok. Ég skráði í mig í golfmót sem átti að fresta en var haldið í 20 metrum á sekúnda. á 6 braut studdi ég við dræverinn minn og braut hann og tognaði svo illa að ég varð að hætta og reyndar varð þetta síðasta golfferð sumarsins. Þannig að ég rétt náði tveggja mánaða törn í golfinu, en stefni að því að halda áfram næsta sumar.
Ísold Birta hélt upp á fyrsta afmælið sitt og var það mikill gleðidagur.
September:
Sennilega einhver besti mánuður sem ég hef átt í mörg herrans ár. Því við fórum í frí til Bandaríkjanna, þ.e. ég, Kristbjörg, Embla og Ísar. Við byrjuðum í New York, þar sem Óli Trausta gædaði okkur meðal annars og erum við þakklát fyrir að hann skyldi gefa sér tíma með okkur. Við dvöldum í NY í fjóra daga og náðum að taka helsu NY tourista staðina, auk þess að fara á söngleikinn Wicket.
Á fimmta degi keyrðum við frá NY til Conneticut og gistum í bæ sem heitir Norwich, á þeirri leið stoppuðum við m.a. í bæ sem heitir Clinton og eyddum þar tíma í versla. Fórum svo á strönd við New London í 33 stiga hita, hittum Klöru frænku Kristbjargar og fórum í lítinn bæ sem heitir Mistic og borðuðum þar á Mistic Pizza.
Á 8 degi keyrðum við svo til Boston og eyddum þar síðustu dögunum af fríinu. Tókum siglingu á Charles ánni þar sem skemmtilegur leiðsögumaður fræddi okkur um það sem fyrir augu bar. Þrír heimsfrægir háskólar þar á meðal, þ.e. Boston University, Harvard og MIT. Fórum í sædýragarð og vísindasafn og röltum um Boston.
Við vorum ótrúlega heppinn með allt í þessari ferð, frábært veður og þrátt fyrir talsvert flókið ferðaplan þá gekk allt upp í því.
Í lok mánaðar tók svo Embla þátt í forkeppni fyrir söngvakeppni félagsmiðstöðva sem er kallað Samfella. Hún vann þá keppni með lag sem heitir Secret, en Tara systir hennar bjó til flottan íslenska texta við lagið. Hún tryggði sér með þessu þátttöku í Samaust, sem keppni fyrir allt Austurland.
Október:
Dæmigerður rútínumánuður, þar sem skólar og íþróttastarf komið í gang. Var í hálfan mánuðinn í LA í vinnuferð.
Nóvember:
Um miðjan mánuð voru úrslitin í söngvakeppni framhaldskólanna fyrir Austurland, Samaust sem haldin var á Hornafirði. Embla keppti þar eftir að hafa unnið undankeppnina á Egilsstöðum. Hún gerði sér lítið fyrir og vann aftur með sama lag og í Samfellu og nokkuð örugglega ef marka mátti orð dómara þegar þeir kváðu upp úrslitin. Við Kristbjörg vorum á staðnum og fylgdumst með og vorum mjög stolt af framlagi hennar þarna. Hún keppir svo næst í Laugardagshöllinni 8. mars. Eftir keppnina þá keyrðum við saman til Reykjavíkur, en ég var á leið til LA og Ísar var að keppa á fimleikamóti í Garðabæ með Hetti, þar sem hann stóð sig eins og hetja.
Ég endaði svo mánuðinn í vinnuferð til Mexikó og LA.
Desember:
Mánuður sem er mikið rót í eins og hjá flestum. Hinsvegar var einstaklega gaman að fylgjast með facebook þennan mánuðinn, því það voru poppa upp mikið af barnamyndum merktar "Tara Tjorva photography", auk þess að fá mörg jólakort með myndum af fjölskyldum sem höfðu komið til hennar í myndatöku. Hún er semsagt farin að taka að sér myndatökur og er að vinna það mjög vel og fær mjög jákvæð viðbrögð. Hún hefur greinilega mikla hæfileika á því sviði og verður gaman að fylgjast með því hvernig hún vinnur með það áfram.
Ísold Birta talsvert í heimsókn þennan mánuðinn. Hún farin að hlaupa um, rannsakar og skoðar allt og talar mjög mikið. Ekki allt mjög skiljanlegt, en margt farið að taka á sig mynd. Er mjög dugleg að segja 'Nei' við afa sinn og segir svo 'gaedetta' sem útlegst 'Hvað er þetta'. Dásamlegt barn Ísold Birta.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.