Forsetakosningar USA
10.10.2016 | 05:21
Það er mikið að gerast í pólitíkinni hér vestanhafs og reyndar líka heima á klakanum. Mér finnst alltaf gaman að fylgjast með í aðdraganda kosninga hverjar sem þær eru.
Í kvöld voru kappræður númer tvö milli þeirra Hillary Clinton og Donald Trump. Það var með ólíkindum að fylgjast með þessu og svei mér ef skítalyktin náði ekki bara í gegnum vírin inn í stofu. Það er ótrúlegt að þetta skuli vera forsetakosningar um valdamesta embætti í heiminum. Margt má eflaust segja um Hillary Clinton og hennar feril og reyndar er það hálfgert slys að hún skuli vera í framboði fyrir Democrata með óuppgerð mál í eftirdragi. Hinsvegar er mótframbjóðandin og fígúran Donald Trump, eitthvað sem maður bara ekki skilur engan veginn hvernig gat mögulega verið í þessari stöðu. Það er alveg sama hvað hann segir eða gerir, hann heldur alltaf góðu fylgi. Hann sagði á einum af sínum framboðsfundum að hann gæti skotið mann inn á miðri 5th Ave in NY og hann myndi ekki missa fylgismenn og það er einmitt tilfellið.
Eftir að hafa fylgst aðeins með og sett í samhengi þá kannski er kannski ekkert skrítið að hann skuli fá þetta mikið fylgi. Hann selur sig sem "outsider", þ.e.a.s. hann er ekki hluti af hinu pólitíska kerfi, ekki dæmigerður pólitíkus. Það er bara akkurat það sem er halda fylginu hjá honum og hvernig hann talar í einföldum frösum sem fólk vill heyra. Þetta fólk telur að kerfið sé ónýtt og spillt og ætlar að kjósa á móti kerfinu, á móti pólitíkusum, á móti pólitískri spillingu. Þetta fólk er tilbúið að kjósa fígúru sem talar út í loftið í innantómum frösum og gerir það sem honum sýnist. Þetta gerir fólk fyrst og fremst til að "make a point". Þannig sýnir það í verki að lýðræðið virkar í raun og veru.
Eigum við ekki einmitt sambærilegt dæmi frá Íslandi? Þar gerðum við fígúru að borgarstjóra í Reykjavík. Mann sem vissi ekkert í sinn haus og ruglaði bara steypu og fékk yfirburða kosningu. Hann vissulega hafði hjálpar hellu sem gat haldið í hendina á honum í verkefnum og fjarstýrði, meðan borgarstjórinn sjálfur sagði brandara.
Nú er þetta kannski ekki raunhæfur samanburður, að öðru leyti en því að þarna endurspeglast vilji almennings til að beita lýðræðinu til að gefa skít í kerfið.
Kappræðurnar í kvöld voru tiltölulega jafnar, en það komum mörgum á óvart að Hillary skyldi ekki keyra meira á Trump eftir alla hans skandala upp á síðkastið. Það var lítið um málefnalegt framlag nema frá Hillary. Trump talar hinsvegar bara á neikvæðu nótum, hvað sé skelfilegt, ónýtt, spillt. Hann bíður hinsvegar ekki upp á neinar lausnir, nema það er "eitthvað" miklu betra, en hinsvegar ekki orð um hvað það er eða hvernig á að framkvæma. Það hefur verið umræða síðustu dagana innan Republikana að Trump ætti að víkja fyrir öðrum kandídat og Mike Pence varaforsetaefni hans aðallega nefndur. Skoðanakannanir sýna að Pence myndi vinna Clinton tiltöluega auðveldlega. Það er í því samhengi, sem uppi kenning um það að Hillary hafi verið uppálagt að fara ekki of geyst í þessar kappræður í kvöld og alls ekki láta Trump lýta illa út. Því hún vill fyrir alla muni halda Trump inn í keppnini um hvíta húsið, því það er hennar eini möguleiki á að vinna kosningarnar.
Kannski var það nálgunin, hver veit. Held að flest sem kemur úr hennar herbúðum sé mjög vel calcularað og það sé ekki mikið um tilviljanir, meðan Trump er óútreiknanlegur með sín niðrandi ummæli og nætur tweet. Það er nokkuð ljóst að það eru spennandi vikur framundan og rétt að hafa lyktareyði við höndina þegar hlustað er fréttir af baráttunni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.